Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 161
ANDVARI
ÍSLAND OG „EVRÓPUSAMRUNI" MIÐALDA
159
biskuparnir styðja valdatilkall Noregskonungs, enda er valdi kirkjunnar yf-
ir Islendingum best borgið með því að þeir lúti sama konungi og aðrar
þjóðir erkibiskupsdæmisins.
Eftir lok þjóðveldis hefst svo aðallota staðamálanna, sem lýkur með
stórfelldri tilfærslu eigna og tekna frá stétt landeigenda og höfðingja og til
kirkjunnar; hér er Arni biskup Þorláksson í forsvari, og hann kom einnig
við sögu sem bandamaður konungsvaldsins þegar verið var að fá íslend-
inga til að taka við nýjum landslögum að norskri fyrirmynd.
XI
Hér er að vísu komið út fyrir Sturlungaöldina sjálfa, og því út fyrir hugsan-
legar skýringar á endalokum þjóðveldisins. En hér er ekki vert að einblína
á Gamla sáttmála og orsakir hans, heldur er verið að innleiða á Islandi
tvenns konar yfirþjóðlegt vald, norska konungsvaldið og hið norska og al-
þjóðlega kirkjuvald, hvort tveggja stutt við alþjóðlegar hugmyndir gotn-
eska tímans um andlegt og veraldlegt lénsveldi. Kirkjuvaldið skiptir ekki
aðeins máli sem múrbrjótur fyrir konungsvaldið, heldur er það afar áhuga-
vert í sjálfu sér. Kannski sérstaklega núna, þegar minningin um danska
konungsstjórn er orðin fjarlæg, en umgengni við Evrópubandalagið orðin
að brýnu áhugamáli og áhyggjuefni.
Atburðir 13. aldarinnar eru nefnilega viðbrögð íslands við Evrópusam-
runa síns tíma. Samruna sem íslendingar höfðu að vissu leyti tekið stefn-
una á með sjálfri kristnitökunni. Par með voru þeir að skipa sér í flokk
með Evrópuþjóðunum og lýsa fylgi við sameiginlegar hugsjónir þeirra,
kannski líkt og lönd ganga nú á hönd hugsjónum lýðræðis og mannréttinda
með aðild að ýmsum alþjóðlegum stofnunum og sáttmálum. Ekki alltaf svo
mjög í því skyni að láta hugsjónirnar raska ró sinni, en geta þó lent í vond-
um málum og neyðst til að beygja sig fyrir bókstafnum, því að „ein nótt er
ei til enda trygg“ í pólitík.
íslendingar gátu auðvitað ekki séð það fyrir að kirkjan og kristnin yrði
svo allt öðru vísi og afskiptasamari þegar nokkrar aldir voru liðnar frá
kristnitökunni. Það var þó ekki einber yfirgangur, því að kirkjan gekk þar
fram í krafti hugsunarháttar sem íslendingar höfðu, eins og aðrar þjóðir,
tileinkað sér meira og minna. Þeir áttu að því leyti erindi inn í hið yfirþjóð-
lega samstarf kirkjuvaldsins. Þeir höfðu líka tileinkað sér hugsjónir nýtísku
lénsveldis sem gáfu þeim að vissu leyti erindi inn í veldi Noregskonungs,
auk efnahagslegra og menningarlegra tengsla. En jafnframt var miklu fórn-
að af fornum arfi og frambúðarvaldi yfir eigin málum.
Ekki fórnað með einu pennastriki á Alþingi 1262, heldur með aðlögun