Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 177
ANDVARI
„PETTA LÍF VAR HANS"
175
álíta að hreinar sálir séu til, en jafnvel þótt þær væru til, hvernig gætum við
treyst þeim, nema í blindni? Pað er enginn í aðstöðu til að dæma um hverj-
um er skilyrðislaust treystandi og hverjum ekki; sú manneskja sem stendur
Grími næst gæti verið önnur en hann heldur að hún sé. Grímur er í þeirrri
óþægilegu aðstöðu að treysta á aðra til að gefa lífi sínu gildi, en þarf að
treysta á sjálfan sig til að dæma um hver sé fær um að gefa lífi sínu gildi.
En þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta ekki sú sjálfhelda sem mann-
hyggjan lendir óhjákvæmilega í? Hvernig getur maðurinn hafnað yfirnátt-
úrlegri réttlætingu á tilveru sinni, en samt talið sig vera yfir náttúruna haf-
inn?
VI
Þau lífsviðhorf sem afneita öllum gildum sem eru hafin yfir gangverk nátt-
úrunnar, sem sjá engan skynsamlegan tilgang með lífinu og líta á guðstrúna
sem bábilju, ganga oft undir nafninu nihilismi eða tómhyggja. Sá heim-
spekingur sem öðrum fremur reyndi að kryfja innviði tómhyggjunnar (án
þess þó að vera tómhyggjusinni sjálfur) er þýski heimspekingurinn Fried-
rich Nietzsche. Hann leit á tómhyggju sem ákveðið tímabundið ástand í
vestrænni menningu, sem væri rökrétt afleiðing af skilyrðislausri kröfu
kristindómsins um hreinskilni og kröfu vísindalegrar hugsunar um óve-
fengjanlega fullvissu. Nú væri svo komið að almenn þekking okkar á ver-
öldinni samræmdist ekki lengur þeim trúarlegu og siðferðilegu hugmynd-
um sem menning okkar byggir á. Það má því segja að hún sé komin í mót-
sögn við sjálfa sig. Kristindómurinn gerir ráð fyrir réttlæti sem er hafið yfir
hverfulleika þessa heims, og heimspekileg og vísindaleg hugsun gerir ráð
fyrir algildum sannleika. í viðleitni okkar til að framfylgja algildu réttlæti
og algildum sannleika, hlýtur að koma sá dagur að við áttum okkur á því
að ekkert slfkt er til. Þetta neyðir okkur til að endurskoða allan siðferðileg-
an og þekkingarlegan grundvöll vestrænnar menningar. Þá stöndum við
frammi fyrir því að við höfðum hvorki ástæðu til að gera ráð fyrir réttlæti
handan þessa heims, né sannindum sem eru hafin yfir allan hverfulleika,
sem við virðumst þó ekki geta verið án. Þetta veldur mönnum mikilli
ógleði, segir Nietzsche, og þeim finnst gjarnan sem lífið sé einskis virði
lengur.
Nietzsche leit á tómhyggju sem hugarástand sem hafði grafið um sig í
hjörtum Vesturlandabúa í kjölfar vísindahyggju og skynsemistrúar. Nú
fyrst virtist vera til skynsamleg ástæða til að ætla að heimurinn gangi ekki
fyrir neinu öðru en lögmálum náttúrunnar. Þar er enga smugu að finna fyr-
ir mannsandann sem skapar sér sín eigin örlög í samræmi við lögmál rétt-