Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 159
ANDVARI
ÍSLAND OG „EVRÓPUSAMRUNI“ MIÐALDA
157
nokkurri sérkennandi lausung í kynferðismálum, nema ef telja skyldi hálf-
opinbert fleirkvæni sumra mektarmanna, en það virðist ekki síður hafa
viðgengist hjá friðsældarmönnum 12. aldar.25 A móti dæmum um svik og
óryggð finnur hann margan fagran vott um fórnfúsa tryggð, bæði við menn
og málefni, jafnvel þegar líf Iiggur við. „Menn rufu stundum eiða sína,“
játar Einar Olafur, en bendir á að margir hafi gert það hikandi.26 í nýlegri
rannsókn hefur ungur sagnfræðingur, Jón Viðar Sigurðsson, kembt Sturl-
ungu í leit að rofnum eiðum og aðeins fundið þrjá, alla nauðungareiða, og
einn þar að auki í mótsögn við eldri eið.27
Af dauðasyndum Sturlungaaldar stendur naumast eftir nema ein:
hryðjuverk í hernaði, einkum limlestingar, handhögg og fóthögg; stundum
á blásaklausu fólki sem engum gat stafað hætta af. Um þetta segir Gunnar
Karlsson:28
Stundum virðist limlestingum beitt til þess að valda almennum skelk í byggðum og
hræða fólk til undirgefni. En oft eru þær varla sprottnar af öðru en blindri heift höfð-
ingja og fylgdarmanna þeirra, sem helst verður skýrð sem merki um öryggisleysi og
ótta þeirra sjálfra.
Einar Ólafur bendir líka á erlendar fyrirmyndir. Á Sturlungaöld voru
meiðsl og limlestingar víst sérstaklega í tísku í ítölskum stjórnmálum;29 í
Noregi höfðu þær átt sitt blómaskeið nokkru fyrr.
IX
Nordal talaði um að „spillingin gerir baráttuna svo illkynjaða og úrslita-
lausa sem hún er.“ Og þótt skýring hans á þessu sé dregin í efa, og lýsing
hans á spillingunni jafnvel skorin eitthvað niður, þá hittir hann naglann á
höfuðið með því að kalla valdabaráttu Sturlungaaldar illkynjaða og úrslita-
lausa - þar til úrslitin fengust í skjóli konungsvaldsins. Þetta er sú tilfinning
sem maður hlýtur að fá við að kynna sér atburðarás Sturlungaaldar. Hún
er einhvern veginn úr liði, eins og öld Hamlets Danaprins.
En svona er miðaldasagan. Kannski ekki öll, en ófriðarkaflarnir í sögu
hvers landsins af öðru, og þeir eru oft bæði margir og langir. Svona hafði
12. öldin verið í Noregi; nýjar og nýjar styrjaldir um ríkiserfðir, illkynjaðar,
úrslitalausar; lamandi fyrir land og þjóð langt umfram það sem Sturlunga-
öldin hefur verið á íslandi. Svona er saga krossferðanna: mestmegnis þrá-
tefli þar sem hvorir um sig spila á svik og sundrungu í röðum hinna og
bandalög eru jafn-hverful og samsteypustjórnir í þingræði nútímans. Svona
er hundrað ára stríðið í Frakklandi; svona verður þetta einkennilega glund-
ur stjórnmála og styrjalda þar sem ríkisvaldið hefur ekki einokað herstyrk