Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 88
86 GUÐBJÖRG PÓRISDÓTTIR ANDVARI um þessar sálarlausu kvenkindur sem láta brúka sig einsog dauðar skrúfur í þjóðfé- lagsvélina. Hún uppgötvar brátt að hamíngja hjónabandsins er ekki fyllíng allra vona, heldur uppgjöf allra vona, resignation, og án þessarar uppgjafar eingin ham- íngja. Hjónabandið er skipbrot þar sem æfintýrafleyið er rekið uppí kletta, gjaldþrot þar sem æskan á ekki lengur fyrir skuldum. Ekkert er tómlegra og dapurra en lángir andvökudagar fyrsta hjónabandsársins, nema ef vera skyldi gröfin sjálf. (Bls. 68) Jófríður veit að hún er aðeins húsgagn meðal húsgagnanna og þegar hún sýnir vinkonum sínum heimili sitt er henni svipað innanbrjósts og hún væri að sýna þeim grafhvelfinguna sína þar sem lík hennar á að bíða dómsdags. Henni leiðist andrúmsloft smábæjarins þar sem aldrei má tala öðruvísi en undir rós af ótta við að hneykslissögurnar tapi sæta fína keimnum. Jófríður er kona sem ekkert á milli himins og jarðar getur hneykslað. En þó svo að hún finni sig ekki í þessum hræsnisfulla og skáldlega ófögnuði nítjánduald- arkvennanna heima þá er einveran á Ítalíu síst betri. Enginn elskar hana nema dauðinn sem læðist í kringum hana dag og nótt einsog andstyggilegur hórkarl. En hvers vegna giftist hún þá Grímúlfi ef enginn elskar hana nema dauðinn? Hún stígur þetta örlagaþrungna spor inn í hjónabandið í and- varaleysi æskunnar. En maðurinn sem hún giftist var aldrei sá sem hún sá í draumum sínum, aldrei sá sem hún vænti. Hann átti aðra brúði, athafnalíf- ið, og hennar kröfur metur hann framar öllu. Innra líf Jófríðar krefst ann- ars og meira en allsnægtalífið býður upp á. Hún þráir að vera elskuð en Grímúlf skortir hæfileikann til þess að elska og Jófríður tærist upp. Bók Halldórs Laxness, Úngur eg var, kemur út hálfri öld eftir að hann skrifar Vefarann. Þar segir hann frá Svölu, dóttur Einars Benediktssonar: Ekki allaungu síðar spurðist að stúlkan væri komin á berklahæli. Líklegt að hún hafi aldrei borið sitt bar, en hvarf til Amriku. Þar lést hún úr berklaveiki í blóma lífs síns og hét Mrs Muir. (10, bls. 98) Margt í lýsingum Halldórs á Svölu minnir mjög á Jófríði. Hann tekur einn- ig fram að hún hafi vitað margt betur en hann, að minnsta kosti um tónlist og bókmenntir. Hann ber virðingu fyrir Svölu og leynir því ekki og hún á samúð hans alla eins og Jófríður. Jófríði skortir ást. Hún elskar ekki Grímúlf föður Steins og hún hellir sér yfir soninn. En með fæðíngu Steins rann upp ný sól í lífi mínu. Tilfinníngar vöknuðu sem mig hafði síst órað fyrir að leynst gætu í brjósti mér; ég gleymdi sjálfri mér í móðurgleð- inni, endurfæddist. Ég elskaði barnið mitt alveg einsog skepna fyrst í stað, síðan einsog skurðgoða- dýrkari. Ég ásetti mér að lifa fyrir dreinginn. (BIs. 71) Hún leitar að karlmanni og félaga í syni sínum. Áður en Steinn yfirgefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.