Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 124

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 124
122 ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI Brahms, síðasta stóra sinfóníutónskáldinu, þótti sem skuggi Beethovens elti sig, og að tónskáldin héldu ekki áfram á hans braut heldur leituðu fyrir sér á öðrum miðum. Pó voru ekki allir sáttir við þetta: Stravinsky kom með nýklassismann, sem byggir á fyrri hefðum, og Prókoffjeff mun hafa sagt að enn séu mörg lög ósamin í C-dúr, sem vísar til hins sama. Spurning- in er kannski sú, hvort búið sé að tæma þetta listform - lengra verði ekki komizt á þeirri braut, og þá ekki annað að gera en að pakka saman eða hasla sér völl á nýjum vettvangi. Okkur finnst að nú sé mikil gróska í hlut- unum, og öllu ægi saman, en kannski hefur það verið svo í Evrópu undan- gengnar tvær eða þrjár aldir, þótt sagan hafi nú sigtað kjarnann frá hisminu og við þykjumst sjá nokkuð skýrar línur í „þróuninni“. Bein áhrif á tækni fremur en heimspeki listarinnar má t.d. sjá í því, að ljósmyndatæknin hefur líklega svipt portrett- og landslagsmálara í hefð- bundnum stíl miklu af tilgangi sínum, en þó alls ekki öllum, og Halldór Laxness lá ekki á þeirri skoðun sinni á 3. og 4. áratugnum að dagar leik- hússins væru taldir og kvikmyndin komin í þess stað. Svo varð þó ekki eins og allir vita. Við sjáum líka, að í því myndasafni sem verið er að koma upp í Aðalbyggingu Háskólans af fyrri rektorum hans, þykir ekki kurteisi að vera með Ijósmyndir - þarna eru aðeins olíumálverk' - og sama er að segja um rektorana á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Og sömuleiðis hefur tækn- in valdið gerbyltingu í dreifingu listar meðal manna, með útvarpi og hljóm- burðartækjum, og sömuleiðis byggist rafeindatónlist og hljóðgerflar náttúr- lega á nýjustu tækni, sem aftur er afsprengi vísindanna. En hafa listirnar þá haft einhver áhrif á vísindin? Ég veit ekki um önnur en þau almennu áhrif sem listaverk hafa á vísindamenn eins og annað fólk. Hins vegar eru ættingjar vísinda og lista, tæknin og listhönnunin, sannar- lega systur. Kannski hittir Þorsteinn naglann á höfuðið þegar hann segir að vísindi séu list en list ekki vísindi - vísindin hafa áhrif á listirnar en listirnar ekki á vísindin. IX Þorsteinn: Við höfum þá náð saman í einum punkti að minnsta kosti: að vísindin séu listir, eða nákvæmlegar orðað að það varpi dálitlu ljósi á vísindin að líta á þau sem hverjar aðrar listgreinar. Að minnsta kosti jafnskyldar öðrum venjulegri listgreinum og venjulegu listgreinarnar - myndlist, tónlist og rit- list til dæmis - eru skyldar hver annarri. Að öðru leyti erum við jafn dásamlega ólíkir og við vorum í öndverðu. 1 Svo var 1990, en nú eru ljósmyndir orðnar yfirgnæfandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.