Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 124
122
ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
ANDVARI
Brahms, síðasta stóra sinfóníutónskáldinu, þótti sem skuggi Beethovens
elti sig, og að tónskáldin héldu ekki áfram á hans braut heldur leituðu fyrir
sér á öðrum miðum. Pó voru ekki allir sáttir við þetta: Stravinsky kom
með nýklassismann, sem byggir á fyrri hefðum, og Prókoffjeff mun hafa
sagt að enn séu mörg lög ósamin í C-dúr, sem vísar til hins sama. Spurning-
in er kannski sú, hvort búið sé að tæma þetta listform - lengra verði ekki
komizt á þeirri braut, og þá ekki annað að gera en að pakka saman eða
hasla sér völl á nýjum vettvangi. Okkur finnst að nú sé mikil gróska í hlut-
unum, og öllu ægi saman, en kannski hefur það verið svo í Evrópu undan-
gengnar tvær eða þrjár aldir, þótt sagan hafi nú sigtað kjarnann frá hisminu
og við þykjumst sjá nokkuð skýrar línur í „þróuninni“.
Bein áhrif á tækni fremur en heimspeki listarinnar má t.d. sjá í því, að
ljósmyndatæknin hefur líklega svipt portrett- og landslagsmálara í hefð-
bundnum stíl miklu af tilgangi sínum, en þó alls ekki öllum, og Halldór
Laxness lá ekki á þeirri skoðun sinni á 3. og 4. áratugnum að dagar leik-
hússins væru taldir og kvikmyndin komin í þess stað. Svo varð þó ekki eins
og allir vita. Við sjáum líka, að í því myndasafni sem verið er að koma upp
í Aðalbyggingu Háskólans af fyrri rektorum hans, þykir ekki kurteisi að
vera með Ijósmyndir - þarna eru aðeins olíumálverk' - og sama er að segja
um rektorana á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Og sömuleiðis hefur tækn-
in valdið gerbyltingu í dreifingu listar meðal manna, með útvarpi og hljóm-
burðartækjum, og sömuleiðis byggist rafeindatónlist og hljóðgerflar náttúr-
lega á nýjustu tækni, sem aftur er afsprengi vísindanna.
En hafa listirnar þá haft einhver áhrif á vísindin? Ég veit ekki um önnur
en þau almennu áhrif sem listaverk hafa á vísindamenn eins og annað fólk.
Hins vegar eru ættingjar vísinda og lista, tæknin og listhönnunin, sannar-
lega systur. Kannski hittir Þorsteinn naglann á höfuðið þegar hann segir að
vísindi séu list en list ekki vísindi - vísindin hafa áhrif á listirnar en listirnar
ekki á vísindin.
IX
Þorsteinn:
Við höfum þá náð saman í einum punkti að minnsta kosti: að vísindin séu
listir, eða nákvæmlegar orðað að það varpi dálitlu ljósi á vísindin að líta á
þau sem hverjar aðrar listgreinar. Að minnsta kosti jafnskyldar öðrum
venjulegri listgreinum og venjulegu listgreinarnar - myndlist, tónlist og rit-
list til dæmis - eru skyldar hver annarri.
Að öðru leyti erum við jafn dásamlega ólíkir og við vorum í öndverðu.
1 Svo var 1990, en nú eru ljósmyndir orðnar yfirgnæfandi.