Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 110

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 110
108 ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI 1 Þorsteinn: Ég hef ekki komizt hjá því að rífast í Morgunblaðinu við vin minn Helga Hálfdanarson um stærðfræði og list. Mér virðast þær vera systur, en Helgi telur þær hvorki meira né minna en „póla mannlegrar snilli“ eins og hann orðar það. Ég trúi þessu um stærðfræði - sem ég þekki ekki vel nema af rökfræði sem er sameign heimspekinga og stærðfræðinga - fyrst og fremst í ljósi dœma. Ég trúi því ekki vegna þess að ég hafi kenningu um stærðfræði og aðra kenningu um list, og þykist síðan geta dregið þá ályktun af kenning- unum að stærðfræði og list séu nauðalíkar. En ef ég hygg að einstökum dæmum - því miður er enginn tími til þess að taka slík dæmi núna og hyggja að þeim í einstökum atriðum - þá virðist mér hugsunin sem er að verki í snjallri sönnun hjá Evklíð, snjöllu kvæði eftir Tómas Guðmundsson, fingraæfingu eftir Chopin og pennateikningu eftir Rembrandt vera alveg sama eðlis þótt það sé auðvitað töluverður munur líka. Síðan held ég að það sé hugsunin sem skiptir sköpum um allt fernt: sönnunina, kvæðið, tón- smíðina og teikninguna. Ég held raunar að hugsunin sé það sem mestu máli skiptir um allar athafnir manneskjunnar: um garðyrkju og sjósókn ekki síður en háskólakennslu. Eitt einkenni á hugsuninni í hverju tilfelli fyrir sig er tœkni eða handverk sem beitt er. Þeir Evklíð, Tómas, Chopin og Rembrandt voru allir hand- verksmenn, hver á sínu sviði, og meira að segja miklir og góðir handverks- menn ef einhver hefur áhuga á því. Eitt eftirtektarvert einkenni á tækni er að hana má kenna. Það má læra handverkið, til dæmis beint af verkum þessara fjórmenninga með því að reyna að stæla þau. En ekkert af þessum fjórum dæmum er eintóm tækni eins og stælingarnar mundu vera ef þær heppnuðust. Hjá fjórmenningunum þjónar tæknin ævinlega tilgangi. Nú mætti segja margt um tilganginn sem tæknin þjónar. Ég ætla að láta mér nægja að segja þann einfalda hlut að tilgangurinn er yfirleitt skiljanlegur til- gangur. Og það má læra að skilja hann. Það má læra að skilja hvers vegna Rembrandt teflir saman ljósi og skugga eins og hann gerir, hvers vegna Chopin stekkur allt í einu á milli tóntegunda, hvers vegna Tómas víkur frá hefðbundinni hrynjandi í ljóðlínu, hvers vegna Evklíð grípur til einnar frumsetningar frekar en annarrar. Það má auðvitað nálgast hugsun okkar mannanna frá mörgum sjónar- miðum eins og allt annað. Það má reyna að líta á það fyrst og fremst hve margvísleg hún er: til dæmis hugsunin í blómaskreytingu eða ávaxtasalati, eða þá hugsunin í uppdrætti að hænsnakofa eða í samræðum í gestaboði. Þannig þekkir hver háskólakennari dæmi þess að það sé eins og hver fræði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.