Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 82
80 GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR ANDVARI Þar má finna sögur af göfugum mönnum sem iðka guðlegt líf og þeim djöfl- um sem freista þeirra. Einnig eru þar spennandi sögur af helgum meyjum sem einhverra hluta vegna eru dæmdar til dauða og eru síðan teknar í dýrl- ingatölu. Ástæðan fyrir því að þær eru dæmdar til dauða er oft sú að þær hafna bónorði og leggja alla sína ást á Jesúm Krist. Biðillinn verður óður af reiði þegar honum er hafnað og lætur taka konuna af lífi. Þegar konurnar eru teknar af lífi eru nákvæmar lýsingar á þeim aðferðum sem notaðar eru til þess að drepa þær. Það er augljóst að verið er að drepa kvenmann. Það eru skorin af þeim brjóstin og ýmislegt fleira sagt og gert sem minnir á hrottalegustu misþyrmingar á konum. Einhvers staðar á bak við verkin eru sögumenn eða höfundar sem leggja áherslu á ólíkar hliðar mannlífsins. Sá höfundur sem vill leggja áherslu á að freistarinn eða djöfullinn sjálfur birt- ist í konulíki er annar en sá höfundur sem leggur áherslu á að draga fram misþyrmingar á konum, sem hafna karlmönnum. Sögurnar spegla and- stæða heima. En hvort er Diljá heldur djöfull eða dýrlingur? Diljá er auðmjúk og af hjarta lítillát. Hún vill líkjast manninum sem hún elskar en lítur ekki á sig sem jafningja hans. Hann stendur fyrir utan og of- an hana að gáfum. Hann er skáldið og heimsmaðurinn og í fljótu bragði er hægt að draga þá ályktun að Steinn Elliði leiki Halldór Laxness sjálfan, manninn sem ferðast um heiminn, semur sögur og ljóð og dvelur um stund með munkum. En þegar betur er að gáð er önnur persóna verksins fulltrúi höfundarins og drengsins Halldórs Laxness. Breytni eftir Kristi er þýðing á verki Thomasar a Kempis, De Imitatione Christi, sem Steinn Elliði les og er hrifinn af. Hann vill breyta eins og Kristur sem hann vill nálgast. Diljá vill breyta eins og skáldið Steinn Elliði sem hún telur sér miklu fremri. Hún er auðmjúk og lítillát en Steinn Elliði efast ekki um hæfileika sína sem skáld. Hann er ekki laus við hroka þegar hann fer með ljóð sitt fyrir Diljá og hún skynjar niðurlægingu sína. Thomas a Kempis varar þá menn við hroka, sem vilja lifa í samfélagi við guð. Hann segir: „Sífelldur friður er með hinum auðmjúku, en í hjörtum dramblátra manna ríkir tíðum öfund og gremja.“ (7, bls. 19) Hjarta Diljár er fullt af sársauka en hún öfundar ekki Stein Elliða. Hana langar að nálgast hann í gegnum skáldskapinn og föndrar þess vegna sjálf við skriftir. En hún er auðmjúk og kannast við fáfræði sína. Ljóðið Unglingurinn í skóginum er að hluta til fellt inn í persónulýsingu Steins. Diljá rifjar upp eitt og annað í bréfum, sem hún ætlar sér ekki að senda honum. Þar segir hún meðal annars: Þú réðst þér ekki fyrir fögnuði og innblæstri og talaðir við mig í nýortum galdrakvæð- um og seiðmálum, og þegar þú sást hvað ég var heimsk og ófróð gafstu mér bæði uppstroku og niðurstroku:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.