Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 173
ANDVARl
„PETTA LÍF VAR HANS"
171
Líta má á þennan kafla sem ótvíræða áskorun til lesandans að sjá söguna
í heimspekilegu ljósi, eða í ljósi almennra lífsskoðana um manninn, líf
hans, hlutverk hans og takmark. Frásögn sögumannsins og hugleiðingar
hans um líf Benedikts beina lesandanum inn á slíka braut með því að skilja
eftir sig slóð af sundurlausum þankabrotum. Sögumanni er gert upp visst
skilningsleysi og lesandinn verður að tengja þankabrotin saman, þannig að
heilleg merking fáist í aðventuför Benedikts. Benedikt sjálfur er rekinn
áfram af innri hvöt og gerir sér ekki fulla grein fyrir ástæðum gerða sinna;
hann hlýðir hjartanu. Sögumaður spáir í athafnir Benedikts og tilfinningar,
og gerir tilraun til túlkunar. Lesandanum er gefinn kostur á að fullkomna
túlkunina og þannig ljúka ætlunarverki Benedikts, í vissum skilningi; þegar
merkingin er skýr er verkinu lokið. Að fá lesandann til að leggja það á sig
að túlka för Benedikts og reyna að skilja líf hans, er aðferð höfundar til að
vekja samkennd og samúð með köllun Benedikts.
III
Ef sögunni er ætlað að vera mórölsk dæmisaga, þá liggur boðskapurinn
ekki í augum uppi. Það liggur beinast við að ganga út frá trúarlegum skír-
skotunum. Umbúnaður sögunnar og titill benda sterklega til að sá siðferði-
legi boðskapur sem hún geymir muni vera kristilegur. Til þess að draga
saman boðskap sögunnar verður fyrst að tilgreina þau atriði sem þarf að
byggja á. Ég hef þegar minnst á þá ábyrgð sem Benedikt bar á skepnunum
og þá óbilandi hetjulund sem hann sýnir við björgun kindanna. Og svo hef-
ur komið fram að eftirvænting, undirbúningur og þjónusta gegna sérstöku
hlutverki. Seinna í sögunni kemur svo fram sú skoðun að ef lífinu sé rétt
lifað þá feli það í sér fórn.
Á vissan hátt eru allar skepnur fórnardýr. En - var ekki allt líf fórn? - væri því rétti-
lega lifað. Er það ekki það sem er gátan? - að grómagnið kemur innan frá, er sjálfs-
afneitun. Og að allt það líf sem er ekki fórn er rangsleitið og endar í eyðingu? (bls.
41)
Ábyrgð, undirbúningur, eftirvænting, þjónusta, að láta gott af sér leiða,
fórn, sjálfsafneitun, hetjulund - hvað tengir þessi atriði saman? Við getum
reynt að nálgast svarið með því að byrja á spurningunni sem varpað er
fram: hvað er líf mannsins, ef ekki . . .? í orðunum liggur að án þess væri
líf hans einskis virði. Með aðventuför fær líf Benedikts nýtt gildi, því það
stendur fyrir eitthvað annað og meira en hlutbundna tilveru sína. Það má
orða þannig að líf hans hafi öðlast merkingu og hann hafi áunnið lífi sínu
merkingu með þjónustunni, hetjudáðinni, o.s.frv. Hann helgar líf sitt ein-