Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 70

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 70
68 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI óvissu, og að sagan verði ofurljós í samhengi við einhver órituð verk höf- undarins, og hitt má líka vera að mér gleggri menn hafi skilið hina undar- legu málsgrein sem sagan endar á, - og gæti vel verið lykillinn að leyndar- dómnum: „Pegar hann svaf, þá rann upp fyrir mér að frelsarinn hafði teygt mig að heiman, burt úr friði og ánægju, burt frá öllu sem var fagurt og gott, burt frá öllu sem var skynsamlegt og rétt, til að færa þessum voðalega fábjána það sem býr inst í villumyrkri sálar minnar.““ Ekki veit ég hvort aðrir menn hafa „skilið“ Kórvillu á Vestfjörðum betur en Sigfús Daðason. í því reyndist hann vissulega sannspár að sagan verður mun ljósari í samhengi við þau verk höfundarins sem þá voru órituð. Þann- ig liggja augljósir þræðir frá henni í Kristnihald undir Jökli. Sú saga fjallar í rauninni líka um „kórvillu“, ferð burt frá því sem var skynsamlegt og rétt. Sögumaður Kristnihalds, „vanalegur nútímaasni“, verður fangaður af því óskynsamlega sem felur þó í sér inntak lífsins og það er mýsterium. I lok sögunnar er Umbi rammvilltur en vonar að hann finni þjóðveginn aftur. En hvert liggur þjóðvegurinn? Er ekki niðurstaða sögunnar, eins og Kór- villu á Vestfjörðum, að gefa skuli því gaum sem býr innst í villumyrkri sál- arinnar, fremur en hversdagsvitinu, - af því það er hið eina sem við getum gefið og nokkurs virði er? Það liggur líka þráður frá sögunni um villu konunnar á Vestfjörðum til Innansveitarkroniku, Sögunnar af brauðinu dýra sem Guðrún Jónsdóttir villtist með um hávorið og datt ekki í hug að snerta hversu mjög sem hungrið svarf að. Við getum kennt þessar sögur við kristna mýstík, taó- isma, eða aðrar hugmyndir, en umfram allt eru þær áleitinn skáldskapur sem í senn er nærgöngull og illhöndlanlegur. Kórvilla á Vestfjörðum er kristileg dæmisaga, um för sálarinnar úr myrkri til ljóss og sögð sem játning, hefst á „Bæn“. „Það sem aðrir menn og konur og börn hafa séð í stóru ljósi, og þarafleiðandi ratað bæði heim- anað frá sér og heim til sín aftur, það hefur þú himneski vísdómsbrunnur opinberað mér í myrkri,“ segir konan. Inntak sögunnar er dulhyggja and- stætt skynsemishyggju, - sú hugsun að manneskjan skuli hlíta órannsakan- legri leiðsögn Guðs hvert sem hann vill leiða hana, - og ekki einungis hlíta henni, heldur lúta henni með fögnuði og ljúfu geði. Einkunnarorð sögunn- ar, „Si me vis esse in tenebris“ eru úr höfuðriti kaþólskrar kirkju, De Im- itatione Christi, Breytni eftir Kristi eftir Thomas a Kempis. Af þeirri bók hreifst Halldór mjög ungur, hún setur mark á Vefarann mikla - og hefur þannig fylgt höfundinum alla tíð. Einkunnarorðin eru úr sautjánda kafla annarrar bókar: Si me vis esse in tenebris, sis benedictus, et si me vis esse in luce,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.