Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 70
68
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
óvissu, og að sagan verði ofurljós í samhengi við einhver órituð verk höf-
undarins, og hitt má líka vera að mér gleggri menn hafi skilið hina undar-
legu málsgrein sem sagan endar á, - og gæti vel verið lykillinn að leyndar-
dómnum: „Pegar hann svaf, þá rann upp fyrir mér að frelsarinn hafði teygt
mig að heiman, burt úr friði og ánægju, burt frá öllu sem var fagurt og
gott, burt frá öllu sem var skynsamlegt og rétt, til að færa þessum voðalega
fábjána það sem býr inst í villumyrkri sálar minnar.““
Ekki veit ég hvort aðrir menn hafa „skilið“ Kórvillu á Vestfjörðum betur
en Sigfús Daðason. í því reyndist hann vissulega sannspár að sagan verður
mun ljósari í samhengi við þau verk höfundarins sem þá voru órituð. Þann-
ig liggja augljósir þræðir frá henni í Kristnihald undir Jökli. Sú saga fjallar í
rauninni líka um „kórvillu“, ferð burt frá því sem var skynsamlegt og rétt.
Sögumaður Kristnihalds, „vanalegur nútímaasni“, verður fangaður af því
óskynsamlega sem felur þó í sér inntak lífsins og það er mýsterium. I lok
sögunnar er Umbi rammvilltur en vonar að hann finni þjóðveginn aftur.
En hvert liggur þjóðvegurinn? Er ekki niðurstaða sögunnar, eins og Kór-
villu á Vestfjörðum, að gefa skuli því gaum sem býr innst í villumyrkri sál-
arinnar, fremur en hversdagsvitinu, - af því það er hið eina sem við getum
gefið og nokkurs virði er?
Það liggur líka þráður frá sögunni um villu konunnar á Vestfjörðum til
Innansveitarkroniku, Sögunnar af brauðinu dýra sem Guðrún Jónsdóttir
villtist með um hávorið og datt ekki í hug að snerta hversu mjög sem
hungrið svarf að. Við getum kennt þessar sögur við kristna mýstík, taó-
isma, eða aðrar hugmyndir, en umfram allt eru þær áleitinn skáldskapur
sem í senn er nærgöngull og illhöndlanlegur.
Kórvilla á Vestfjörðum er kristileg dæmisaga, um för sálarinnar úr
myrkri til ljóss og sögð sem játning, hefst á „Bæn“. „Það sem aðrir menn
og konur og börn hafa séð í stóru ljósi, og þarafleiðandi ratað bæði heim-
anað frá sér og heim til sín aftur, það hefur þú himneski vísdómsbrunnur
opinberað mér í myrkri,“ segir konan. Inntak sögunnar er dulhyggja and-
stætt skynsemishyggju, - sú hugsun að manneskjan skuli hlíta órannsakan-
legri leiðsögn Guðs hvert sem hann vill leiða hana, - og ekki einungis hlíta
henni, heldur lúta henni með fögnuði og ljúfu geði. Einkunnarorð sögunn-
ar, „Si me vis esse in tenebris“ eru úr höfuðriti kaþólskrar kirkju, De Im-
itatione Christi, Breytni eftir Kristi eftir Thomas a Kempis. Af þeirri bók
hreifst Halldór mjög ungur, hún setur mark á Vefarann mikla - og hefur
þannig fylgt höfundinum alla tíð. Einkunnarorðin eru úr sautjánda kafla
annarrar bókar:
Si me vis esse in tenebris, sis benedictus,
et si me vis esse in luce,