Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 131

Andvari - 01.01.1992, Side 131
ANDVARI HUGLEIÐING UM ÞÝÐINGAR OG FRUMSAMINN TEXTA 129 skáldskapar. Hvorttveggja er þetta sálardjúpaútgerð af sama tagi. Og stundum, eins og í dæmum þeirra Geirs Kristjánssonar og Ivans Malin- ovskis, engin leið að gera neinn greinarmun á sköpun og sköpun. Þá sakn- ar maður þess að ekki skuli vera haft eitt hugtak yfir heppnaðan skáldskap, frumsaminn og þýddan, og annað hugtak yfir þessi vonlausu áflog við orð- in þar sem athafnasamur höfundur eða þýðandi verður beinlínis undir text- anum og lemstrar þó verk sitt í hita leiksins. Það ætti að tala um fullveðja, súveren texta annars vegar og klúður hins vegar, sem líka væri mátulega illur hrekkur við bókaútgefendur sem nú um stundir vilja helst gera höf- undana sína að fagurgljáandi bókmenntalegum pulsugerðarvélum sem ár- lega skila réttu magni af réttri gerð vörunnar. Ég vil sjá æfilanga skáldskapariðju Geirs Kristjánssonar í samhengi og hlusta ekki á þær raddir sem hafa verið að jagast um það hvort þýðandinn hafi tekið fram fyrir hendurnar á höfundinum. Þýðandinn og höfundurinn eru sami persónuleikinn og samur er þeirra skáldskapur. Sögurnar hans Geirs eru líka fullveðja, súveren texti. Ég var að lesa Stofnunina eina ferð- ina enn og þessar sögur koma mér fyrir sjónir eins og þær væru úrval úr miklu umfangsmeira æfistarfi. Sem þær kannski eru. Hitt fór bara ekki gegnum þéttriðið net sjálfsgagnrýninnar. Og meira en það. Líklegt að þess- ar sögur mættu jafnvel gilda sem úrvalið úr smásagnagerð heillar kyn- slóðar, ef ekki þeirrar hálfu aldar sem bráðum er nú liðin síðan 1950. Og vitaskuld þarf ekki að kynna verk Geirs fyrir læsu fólki. Hver ein- stakur lesandi hefur löngu gert sér grein fyrir því. Og hinu þá líka hversu einstakt og framúrskarandi æfistarf hans var. Þó get ég ekki látið vera að fara nokkrum orðum um það verka hans sem hvað hæst rís á sínu sviði og mér virðist þó oft nefnt eins og laus hali eða aukageta á æfistarfi hans. Það er útvarpsleikritið Snjómokstur sem einmitt var flutt í fimmta sinn, að því mér sýnist, í útvarpinu núna í vikunni. Það er ekki nóg með að þetta sé ágætlega frambærilegt verk. Snjómokstur er eina íslenska útvarpsleikritið sem mér er kunnugt um að sómi sér í hópi þess besta sem gert hefur verið á þessu sviði í veröldinni allri, enda hefur það, held ég, verið leikið í er- lendum útvarpsstöðvum þar sem Ríkisútvarpið hefur haft rænu og menn- ingu á að kynna það. Bæði hér og víðar hafa verið samin ókjörin öll af frambærilegu efni til að leika í útvarp. En þeir eru sárafáir sem ráðið hafa við það að stunda útvarpsleikrit sem sjálfstætt listform. En það gerir Geir Kristjánsson með glæsilegum árangri í Snjómokstri. Skapar þar tvær ljóslif- andi persónur sem að auki eru fulltrúar tveggja grundvallarmanngerða, trúmannsins og efasemdamannsins. Umgjörð verksins er þess utan svo full- komin líking að það nægir að víkja að henni í einni setningu verksins: Lífið er einkennilegur snjómokstur! segir trúmaðurinn Líkafrón og sviðið er orð- ið að eilífðarinnar gátu um tilvist okkar allra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.