Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 46
44
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
muna, að miklir gáfumenn skipta skjótt skapi og eru oft haldnir geig
og kvíða. . . á landamærum sjúkdóms og heilbrigði vex mannlegum
anda gróðrarmagn. Eftir mikið geðrót skýtur nýjum og óvæntum
hugsunum og hugmyndum örara en ella upp úr djúpinu.“39 - Veitir
þessi snjalla ritgerð nokkra innsýn í sálarlíf Sigurðar sjálfs, auk þess
sem hún geymir merkilega lýsingu á Sveini Pálssyni.
Árið 1942 var Sigurði boðið að halda erindi við Háskóla íslands og
valdi hann sér Bjarna Thorarensen að viðfangsefni. Þessi erindi voru
prentuð í tímaritinu Samtíð og saga III, 1946 sem tvær greinar:
„Læknakviður Bjarna Thorarensens“ og „Líðan og ljóðagerð Bjarna
Thorarensens á Möðruvöllum“. Eru þær, einkum hin fyrri, í hópi
þess er af dýpstum skilningi hefur um skáldskap verið skrifað á ís-
lensku.
Margir höfðu saknað þess að eiga ekki aðgang að helstu ritgerðum
Sigurðar og ræðurn á einum stað, en ekki var úr því bætt fyrr en á ár-
unum 1946-48. Tónlistarfélagið á Akureyri gekkst fyrir útgáfu á rit-
gerðum hans árið 1946. Sú bók hlaut nafnið Heiðnar hugvekjur og
mannaminni. Tveimur árum síðar var gefið út í Reykjavík síðara
bindi ritgerðanna og heitir Á Sal. Heiðnar hugvekjur og mannaminni
II.
Þetta ritsafn er hátt í 800 blaðsíður alls. I fyrra bindinu er úrval úr
eldri bókmenntaritgerðum Sigurðar og um tveir tugir mannaminna.
I síðara bindinu eru rúmir tveir tugir af ræðum er Sigurður hafði flutt
í skólanum við ýmis tækifæri, nokkrar greinar og ræður fluttar við
önnur tækifæri, og fáein mannaminni. Þetta ritsafn gefur allgóða
hugmynd um feril Sigurðar sem rithöfundar. Meginhluti þess liggur á
sviði siðfræði, heimspeki og sálarfræði. Þótt ritstörf hans hafi að
mestu leyti verið unnin í stopulum tómstundum skipa þau honum í
hóp merkustu íslenskra ritgerðahöfunda á þessari öld. Helstu ein-
kenni hans eru einlægni og hreinskilni ásamt næmum skilningi og
mikilli hlýju. I mannaminnum hans kemur fram djúpur skilningur
hans og samúð, hann lokar ekki augunum fyrir brestum í skapgerð
og öðrum veilum, en reynir að skilja og skýra. Hann veltir málum
fyrir sér á marga vegu, spyr og spyr, reynir að sjá sem flesta fleti á
hverju máli. Ekki skiptir máli um hvað Sigurður fjallar í skrifum sín-
um, manneskjan er honum aldrei fjarri, mannshugurinn er það við-
fangsefni sem honum er hugstæðast, sálarlíf mannsins í sínum marg-
víslegu myndum. Því er ekki að furða þótt honum takist best upp í