Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 102
100
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
mynda á sextándu öld, heilagan Jóhannes af Krossi og heilaga Teresu frá
Avilu og hann meir en nefnir Jóhannes því að Ua les ljóð eftir hann í bók-
• 14
ínm.
Hér er komið inn á fræðasvið þar sem Halldór var vel heima, ekki að-
eins vegna eigin reynslu hjá Benediktsmunkum heldur og vegna þekkingar
sinnar og hrifningar fyrr á árum af einu mikilvægasta riti þjáningardul-
hyggjunnar, Imitatio Chrísti eftir Thomas a Kempis.15 Petta rit er frá önd-
verðri fimmtándu öld. í því gætir sterkra áhrifa frá þjáningardulhyggju
tólftu aldar og víða mun að finna beinar tilvitnanir í heilagan Bernhard frá
Clairvaux, en um rit hans og kenningar snýst þjáningardulhyggja tólftu ald-
ar að mestu leyti.
Hugmyndafræði Bernhards frá Clairvaux fór eins og eldur í sinu um álf-
una snemma á tólftu öld og klaustur voru stofnuð í stórum stíl, fólk flykkt-
ist til kirkna sinna. Þetta voru endurnýjunartímar. Hér gildir hugleiðslan
ekki ein heldur er þungamiðjan vita activa, starfið. Munkar Bernhards og
nunnur áttu að iðka miskunnsemi og mildi í lífi sínu en jafnframt að starfa
hörðum höndum. Um það snýst sú trú sem tekur mið að þjáningardul-
hyggju.
Bernhard er einn merkasti fulltrúi kristinnar dulhyggju.16 Hann leggur
áherslu á hina persónulegu hlið trúarinnar, trúarreynsluna. Dulhyggja
Bernhards verður best skilgreind með hugtakinu ástardulhyggja þar sem
markmiðið er samsömun með Kristi, það gerist aðeins með ást til hans og
með ást til manna. Dulhyggja Bernhards er því hlutbundin dulhyggja en
ekki óhlutbundin, hún snýst um ást í verki en ekki það eitt að sökkva lukt-
um augum inn í óræðan veruleika Guðs.
Einkenni á þessari samþjáningarguðfræði sem kalla mætti sterkustu al-
þýðuhreyfingu miðalda eru ástin til Guðs, umhyggja til mannanna, hóg-
værð og síðast en ekki síst vinnan. Samþjáning, misericordia, er fjarri því
að vera firrt lífi mannsins heldur hið gagnstæða: hér er augum ekki lokað
fyrir þjáningu heimsins og þjáningum einstaklingsins. Leiðin til Guðs er að
elska þá sem þjást. Hvar sem einhver þjáist, þar þjáist Guð. Þetta er dul-
hyggja hinna opnu augna, lífsviðhorf fullkominnar sjálfsafneitunar. Sam-
líðun með þeim sem þjást er leiðin til þess sambands sem sál mannsins þrá-
ir að skilningi Bernhards. Á því sambandi veltur allt, að því stefnir allt líf
mannsins og öll þrá hans (hér má minna á líkinguna af lambinu sem leitar
jarmandi að móður sinni).