Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 141

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 141
ANDVARI AFREK í ÍSLENSKUM MENNTUM 139 Svo kvað Evrípídes. Og margt var býsna vel kveðið, ekki síst kórljóðin. Leikrit hans urðu því vinsæl á öldunum eftir dauða hans. Nítján níutíu og tveggja Ieikrita sem honum voru eignuð varðveittust fram á okkar dag, en aðeins sjö af um níutíu leikritum Aiskhýlosar og sjö af meira en hundrað og tuttugu leikritum Sófóklesar. V Á dögum Aiskhýlosar og framan af ævi Sófóklesar var harmleikurinn enn í deiglunni og báðir áttu þátt í að móta form hans. Evrípídes breytti því ekki, en viðfangsefnin urðu fjölbreyttari. Eftir hans daga beindist hugur snjöllustu og frumlegustu manna að öðru. Orðið var ekki framar alfrjálst. Gamanleikrit breyttust úr ádeilu í borgaralega kómedíu dæmigerðra manna og athafna, og vaxtarskeið harmleiksins var á enda runnið. Á grísku nefndust leikrit þessi „tragódía“. Við höfum erft nafnið og hug- takið, og á íslensku kennum við þá til harms eða sorgar. Pað sér á að orðið hefir breytt ögn um merkingu, því ekki enda því nær allir grískir harmleikir hörmulega. Nafnið er sprottið af upprunalegu ytra formi og hafursgrímu leikenda sem lögðu af hversdagslegt mannlegt eðli sitt og tóku sér gerfi og innræti vætta. Leikirnir voru trúarathöfn guðinum Díonýsosi til heiðurs. Allir fjalla þeir með einhverjum hætti um samskipti guða og manna, um af- skipti guða af lífi manna, um trúarleg og siðræn lögmál og vandamál, um hlýðni manna við guðina og sekt þeirra ef út af ber. Metnaður og hæfileik- ar höfunda, og greind og vandfýsi áheyrenda ollu því að þeir urðu óbrot- gjarnir minnisvarðar um eitt frjóasta skeið mannsandans, fyrstu öld lýð- ræðis, 5. öld f. Kr. í Aþenu. Þar má nema ef næmt er lesið og hlustað ávæning af lífsskoðun höfunda og samtímakynslóðar. Fátt er þó ótvíræðara en svo að niðurstaðan er háð túlkun hvers og eins. Að höndla skáldskap er eins og að handsama sólargeisla eða eins og óviti vildi handsama fleygan fugl, svo notuð sé grísk líking. Höfundum er öllum annt um lýðræðið, og þeir eru hreyknir af kostum þess.31 Til að mynda lýsir Aiskhýlos í „Meyjar í nauðum“ fyrirmyndarkon- ungsríki þar sem konungur tekur enga ákvörðun án samþykkis alþýðu á þjóðfundi. Nauðleitarmenn hitta fyrir einhuga þjóð og forystu, og eiga bágt með að skilja afstöðu konungs. Hann svarar hjálparbeiðni þeirra með orðunum: „Engu vil ég lofa fyrr en leitað er / að ljósum vilja borgaranna um þetta mál.“ Leir eru einræðinu vanastir og verður að orði: „Sjálfur ertu ríkið; fólkið það ert þú; / því þú ert herra og lýtur engum dómara.“32 Þegar þetta var ritað var elsta lýðræðisríki heims aðeins rúmrar hálfrar aldar gamalt og gat enn vakið furðu. Sófókles virðist vera Aiskhýlosi sammála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.