Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 16
14 GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ANDVARI Sigurður Guðmundsson fæddist 3. september 1878 að Æsustöðum í Langadal. Hann fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og var því tvísýnt um líf hans fyrstu vikurnar. En móður hans hugkvæmdist að láta vinnukonur sínar skiptast á að liggja hjá honum í rúmi í kaldri baðstofunni til að halda á honum hita. Sigurður var því veikbyggður og táplítill framan af ævi, veiktist oft, óx hægt og óttuðust sumir að hann væri vangefinn. Það álit breyttist þó snögglega er hann fór til kirkju níu ára gamall og gat endursagt ræðu prestsins nokkuð nákvæmlega þegar heim kom. Þá snerist almenningsálitið við: margir héldu hann ofvita. En til venju- legra sveitastarfa dugði hann lítt og var því látinn sitja yfir ám í hlíð- um Æsustaðafjalls. Það taldi hann síðar á ævinni hafa verið þrosk- andi starf, þar var hann sjálfs sín húsbóndi og vandist á að rækja trúnað við sjálfan sig og starf sitt. „Það fylgir því ósvikin nautn að þokast smám saman ofar og ofar. Það reyndi ég í æsku í smala- mennsku og hjásetu í Langadalsfjöllum, og hefir slíkt aldrei liðið úr minni mér“, skrifar Sigurður áratugum síðar. Sigurður varð snemma efasemdamaður í trúarefnum. „Hann var fermdur mjög á móti vilja sínum, sárnauðugur, og lét ekki ferma okkur systkinin, en skíra þó, enda var móðir okkar prestsdóttir“, skrifar Olafur sonur hans þeim er þetta ritar. Sigurði var ekki sýnt um líkamleg störf og þurfti að huga að því hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur þegar þar að kæmi. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka var tvo stutta vetrarkafla heimiliskennari hjá foreldrum Sigurðar, þá ungur maður. Sigurður minnist hans með mikilli hlýju: Hann gerðist félagi minn, enda vorum við látnir sofa saman, og oft var hann við mig hlýr í viðmóti og viðtali. Þótt eg væri mjög óþroskaður að jöfnum aldri, talaði hann við mig sem fullorðinn væri um skáldskap, trúarbrögð og stjórnmál. Hann er hinn eini kennari, sem mér finnst hafa haft nokkur áhrif á mig. Hann hvatti föður minn fastlega til að láta mig fara langskóla-veginn sem nú er kallaður svo.2 Faðir Sigurðar mun hafa verið mjög hikandi við að senda hann suður og kosta hann til náms, en móðir hans fékk því þó framgengt. „Guð einn veit hvað það kostaði mig“, skrifar hún löngu síðar í bréfi til Halldóru tengdadóttur sinnar. - Sigurður lærði undir skóla hjá séra Stefáni M. Jónssyni á Auðkúlu, þá 16 ára gamall. Björn sonur Stef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.