Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 76
74
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR
ANDVARI
Viðar ekki. Hann heldur verkinu í mikilli fjarlægð. Matthías segir m.a.:
„Verkið er vefur sjálfstæðra radda þar sem mörgum sannleikum eða sjón-
armiðum er fléttað saman án þess að þeim sé ritstýrt í þágu ákveðins boð-
skapar. . .Vefarinn er margraddað, pólyfónískt verk.“ (5, bls. 32) Hann
bendir á margröddun verksins en fer ekki nánar út í að lýsa hinum ólíku
röddum.
Grein Ástráðs Eysteinssonar ber sem fyrr sagði titilinn: „Fyrsta nútíma-
skáldsagan og módernisminn.“ í grein sinni segist hann kippa traustari fæt-
inum undan titli hennar með því að segja að fyrsta íslenska nútímaskáld-
sagan sé ekki til eða réttara sagt að hún sé ekki til sem einstök bók eða af-
markað verk. Hann telur hins vegar að fyrsta íslenska nútímaskáldsagan sé
til sem söguleg túlkun. Ástráður á hér við túlkun Halldórs Guðmunds-
sonar á Vefaranum mikla frá Kasmír, sem áður er getið. Umfjöllun
Ástráðs um verkið er fyrst og fremst gagnrýni á túlkun Halldórs Guð-
mundssonar, en viðhorf Ástráðs rekast í veigamiklum atriðum á uppgjör
Halldórs við þriðja áratuginn og módernismann.
Ástráði er mikið í mun að hrekja túlkun Halldórs Guðmundssonar, en
efasemdir hans um túlkun Halldórs verða máttlausar vegna skorts á gildum
rökum. Sem dæmi má nefna afstöðu hans til Diljár. Ástráður segir um
konur verksins: „En sjálf er ástin, þetta eina „athafnasvið“ kvenna í sög-
unni, að vísu einnig vettvangur dauðans.“ (4, bls. 294) Ástráður er ósam-
mála Halldóri um stöðu Diljár í verkinu. Hann segir um Diljá: „Hún er
engin algild mælistika „hins mannlega“ og ég held að samúð verksins með
henni sé alls ekki eins einhlít og Halldór heldur fram.“ (4, bls. 295)
Ástráður gerir hins vegar enga grein fyrir því hvort eða hvar samúð les-
andans sé að finna. Eins og Ástráður bendir á leggur Halldór áherslu á
samúð lesandans með Diljá en Ástráður gerir lítið úr stöðu Diljár og ann-
arra kvenna í verkinu. Ástráður segir að lokum um Diljá: „Diljá gengur
kannski aftur í einhverjum myndum í síðari verkum Laxness, en í lok Vef-
cirans er Diljá steinrunnin." (4, bls. 296)
Af orðum Ástráðs má draga þá ályktun að Steinn Elliði, ásamt öðrum
röddum verksins, hverjar sem þær eru, sé fulltrúi hins mannlega í verkinu.
I huga Ástráðs er Steinn Elliði ekki steinrunninn í sögulok. Hann segir um
Stein Elliða: „Eins og ég vék að fyrr, er „hið mannlega“ kannski helst fólg-
ið í glundroða þeirra viðhorfa sem margrödduð frásögnin heldur til skila.
Með margrödduninni er jafnan grafið undan merkingu þeirra sjónarmiða
sem fram koma hjá einstökum persónum. Jafnvel í einræðum Steins Elliða
fer fram pólífónískur leikur viðhorfa sem gjarnan eru í hrópandi mótsögn
innbyrðis. I bréfi til Albans skrifar Steinn: „Því dýpra sem ég sökkvi mér
niður í Nietzsche, því ömurlegri hillíng verður ofurmennið fyrir hugskot-
sjónum mínum“ (Bls. 161). Síðar í bréfinu er þó eins og hann bergmáli