Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 47

Andvari - 01.01.1992, Page 47
ANDVARI SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 45 sumum mannlýsingum sínum, ekki síst þar sem hann fæst við and- stæðum slungin örlög. Þar stendur hann flestum höfundum framar. 12. Hugsuður og orðasmiður Um stíl Sigurðar Guðmundssonar og málfar hefur margt verið ritað, bæði lof og last. Öllum kemur saman um að hann hafi ritað kjarngott mál, þróttmikið og persónulegt. Hins vegar þykir sumum kenna nokkurrar sérvisku í máli hans, það verði oft tyrfið. Um þetta segir Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor í minningargrein um Sigurð: Sigurði var örðugt um að semja, og átti hann oft um það tal við mig. En hann áleit, að því meiri sem fyrirstaðan væri, því máttugri yrði sá stíll, sem megnaði að ryðja henni úr vegi. Og skrif Sigurðar bera það með sér, jafnt að orðfæri sem hugsun, að þau eru fram komin við sterk átök. Orðauðgin var mikil, en orðin stundum langsótt, og fóru þar mjög saman fornyrði og nýmyndanir Sigurðar sjálfs. Mun hann vera einhver mesti nýyrðasmiður á þessari öld ásamt Guðmundi Finnbogasyni. . . Orðskipanin var óhversdagsleg, ekki síður en orðaforðinn, og víða vikið nokkuð til fornsagnastíls. Hins vegar var þó frásagnarháttur hans breiður og umbúðamikill. Með þessu móti varð stíll hans fremur óþjáll, einkum er á leið, en jafnframt sterkur, svipmikill og ákaflega persónulegur. Segja má, að hann hafi verið stórskorinn og stórbrotinn, eins og Sigurður var sjálfur að út- liti og eðli. Fór hann Sigurði vel, en miður þeim, sem stældu hann, viljandi eða óafvitandi. 40 Greinilegt er að með aldrinum ágerðust þau einkenni er prófessor Steingrímur nefnir: stíll Sigurðar varð smám saman fornlegri, ramm- legri og hátíðlegri. Jafnframt fer að bera meira á því að hann segi sama hlutinn á fleiri vegu, stundum með orðum er merkja nokkurn veginn hið sama. Kann þar að kenna áhrifa frá kennarareynslu hans, þar sem slíku bragði er oft beitt til þess að sem flestir skilji, en einnig kynni að valda þessu þrá Sigurðar eftir sem allra mestri nákvæmni, eða ást hans á íslenskri tungu, hann gælir við orðin, getur ekki gert upp við sig hvert falli best í textann og tekur þá fleiri en eitt. Slík orðnautn er einkenni þeirra sem gefið er næmt máleyra. Þessi orð- kynngi bætir ekki alltaf mál hans. Hann fyrnir mál sitt af ásettu ráði, telur lesendum það ekki hollt, að þeim sé auðveldaður lesturinn um of: „En er það, er öll kurl koma til grafar, galli á stílfæri, að lesendur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.