Andvari - 01.01.1992, Page 47
ANDVARI
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
45
sumum mannlýsingum sínum, ekki síst þar sem hann fæst við and-
stæðum slungin örlög. Þar stendur hann flestum höfundum framar.
12. Hugsuður og orðasmiður
Um stíl Sigurðar Guðmundssonar og málfar hefur margt verið ritað,
bæði lof og last. Öllum kemur saman um að hann hafi ritað kjarngott
mál, þróttmikið og persónulegt. Hins vegar þykir sumum kenna
nokkurrar sérvisku í máli hans, það verði oft tyrfið. Um þetta segir
Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor í minningargrein um Sigurð:
Sigurði var örðugt um að semja, og átti hann oft um það tal við mig. En
hann áleit, að því meiri sem fyrirstaðan væri, því máttugri yrði sá stíll, sem
megnaði að ryðja henni úr vegi. Og skrif Sigurðar bera það með sér, jafnt að
orðfæri sem hugsun, að þau eru fram komin við sterk átök.
Orðauðgin var mikil, en orðin stundum langsótt, og fóru þar mjög saman
fornyrði og nýmyndanir Sigurðar sjálfs. Mun hann vera einhver mesti
nýyrðasmiður á þessari öld ásamt Guðmundi Finnbogasyni. . .
Orðskipanin var óhversdagsleg, ekki síður en orðaforðinn, og víða vikið
nokkuð til fornsagnastíls. Hins vegar var þó frásagnarháttur hans breiður og
umbúðamikill. Með þessu móti varð stíll hans fremur óþjáll, einkum er á
leið, en jafnframt sterkur, svipmikill og ákaflega persónulegur. Segja má, að
hann hafi verið stórskorinn og stórbrotinn, eins og Sigurður var sjálfur að út-
liti og eðli. Fór hann Sigurði vel, en miður þeim, sem stældu hann, viljandi
eða óafvitandi. 40
Greinilegt er að með aldrinum ágerðust þau einkenni er prófessor
Steingrímur nefnir: stíll Sigurðar varð smám saman fornlegri, ramm-
legri og hátíðlegri. Jafnframt fer að bera meira á því að hann segi
sama hlutinn á fleiri vegu, stundum með orðum er merkja nokkurn
veginn hið sama. Kann þar að kenna áhrifa frá kennarareynslu hans,
þar sem slíku bragði er oft beitt til þess að sem flestir skilji, en einnig
kynni að valda þessu þrá Sigurðar eftir sem allra mestri nákvæmni,
eða ást hans á íslenskri tungu, hann gælir við orðin, getur ekki gert
upp við sig hvert falli best í textann og tekur þá fleiri en eitt. Slík
orðnautn er einkenni þeirra sem gefið er næmt máleyra. Þessi orð-
kynngi bætir ekki alltaf mál hans. Hann fyrnir mál sitt af ásettu ráði,
telur lesendum það ekki hollt, að þeim sé auðveldaður lesturinn um
of: „En er það, er öll kurl koma til grafar, galli á stílfæri, að lesendur