Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 180
178
GUNNAR JÓHANNESÁRNASON
ANDVARI
nokkurn tímann bæta þeim það sem þeir hafa séð? Og getum við verið viss
um að þótt við séum hress og kát, séum við ekki í raun blind á hið raun-
verulega hlutskipti okkar og lifum í brothættri einfeldni? Enda sagði Tol-
stoj að það hafi komið sér á óvart að hann skuli ekki hafa áttað sig á hlut-
unum frá upphafi. Hann var í vímu, en svo rann af honum. En Tolstoj
fannst óhugsandi að slík örvilnun gæti verið mannkyninu eðlileg og leitaði
að einhverju haldföstu sem gæti sannfært hann um að honum hefði yfirsést
eitthvað og hann hefði rangt fyrir sér - en fann ekkert. Tolstoj komst
smám saman að þeirri niðurstöðu að það eina sem gæti hugsanlega fengið
hann til að skynja heiminn á ný þannig að lífið öðlaðist einhverja skynsam-
lega merkingu væri að lifa einföldu og látlausu lífi og hlýða innsta kalli
hjartans eftir guðlegri návist.
VII
Og þá sný ég mér aftur að Benedikt, Benedictus, hinum blessaða. Hver er
Benedikt og af hverju er hann sendur út í auðnina? Eftir sögunni að dæma
á Benedikt litla samleið með mannlegu samfélagi. Hann ber ekki föður-
nafn og á sér ekki fortíð. Hann á enga konu, hann á engin börn, hann á
engar eignir svo orð sé á gerandi. Samskipti hans við förunauta sína, for-
ystusauðinn Eitil og hundinn Leó, eru nánari en við annað fólk, enda er
hann einfaldur maður, „að hálfu maður, að hálfu skepna“. Ekkert mann-
legt siðferði krefst þess að hann fari í leit að kindunum, hann fer af eigin
hvötum og tekur ábyrgðina á sig sjálfviljugur. Hann hefur engra hagsmuna
að gæta. Ekki er það stolt sem rekur hann áfram. Hann er ekki að reyna
að gera sig að meiri manni í augum annarra. Þvert á móti er ferðin varla
annað en sérviskuleg árátta í augum flestra, en álit fólks er hætt að skipta
hann máli. Hvað getur hugsanlega hafa fengið hann til að fara í þessa
glæfraferð og hætta jafnvel lífinu annað en eigin réttlætiskennd og ábyrgð-
artilfinning? „Því enda þótt kindur séu ekki nema kindur, þá eru það þó
verur gæddar holdi og blóði - holdi, blóði og sál. (. . .) Var sakleysi þeirra
og trúnaðartraust minna virði en hin stopula trú mennskra manna?“ (bls.
40) Það er ekki aðeins að Benedikt meti sauðkindur til jafns við mann-
skepnur, heldur er samband hans við Eitil og Leó „á sérstakan hátt heilagt
og órjúfanlegt." (bls. 41) Jafnvel þar sem skörp skil manns og dýrs eru máð
út má eftir sem áður finna trúnað og ábyrgð. Mannsandi og náttúra virðast
ekki vera þær andstæður sem ætla mætti.
I Sœlir eru einfaldir fullyrðir Páll Einarsson að hið sanna innræti manns-
sálarinnar lýsi sér í staðfestuleysi, óráðvendni, sviksemi, miskunnarleysi,