Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 53
ANDVARI
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
51
dúra og hugleiðinga, leyndust oftast einhver gullkorn í ræðum hans,
einhverjir neistar sem sóttu á hugann. Og skólinn var heilsteyptari
stofnun en stóri bróðir hans fyrir sunnan. Hann minnti á stórt heim-
ili og þar skipti miklu máli hin stóra heimavist. Þangað sóttu nem-
endur víðs vegar að, þar ríkti góður andi og þar knýttust sterk vin-
áttubönd. Mér kom oft í hug að það hlyti að hafa kostað einstakt lag
og ærna vinnu að skapa þennan holla anda. En nú var sá sigur unn-
inn og allt virtist ganga eins og í sögu. Að vísu koma alltaf vandamál
upp í stórri stofnun og valda áhyggjum, en þau mál voru fá og smá
fyrir norðan á þessum árum og leystust jafnan farsællega að mér virt-
ist.
Stjórn skólans átti sér að vísu bandamann sem var ósýnilegur flest-
um þá, en áhrifamikill engu að síður: Lífsbaráttan var erfið á þessum
árum og meirihluti nemendanna hafði þurft að leggja hart að sér til
að komast í skólann. Þarna var þvf gamall draumur að rætast og þá
var um að gera að nota þetta tækifæri sem allra best. Menn voru
komnir í skólann til að menntast og hugsuðu um það framar flestu
öðru. Þetta var eitt af því sem gerði það svo ánægjulegt að vera
kennari á Akureyri á þessum árum. Það var ótrúlega örvandi að
fylgjast með því hvernig óframfærnir og illa undirbúnir nemendur ut-
an af einhverjum útkjálkum landsins rifu sig upp á skömmum tíma
og komust í fremstu röð, hvernig þeir slípuðust jafnframt í fram-
komu, breyttust úr feimnum og óframfærnum afdalastrák eða stelpu
í rösklegt fólk, hispurslaust og frjálslegt í framgöngu. Andi skóla-
meistara sveif þarna hvarvetna yfir vötnum, enda virtist hann fylgjast
grannt með öllu, bæði beint og gegnum umsjónarmenn sína. Að því
er sjálfan mig snerti varð eg þess fljótt var hve vel skólameistari
fylgdist með öllu og hve annt honum var um skólann. Eg var alger
nýgræðingur, kom beint úr námi, hafði aldrei borið við að kenna
fyrr og ekkert til þess lært. En Sigurður fylgdist vel með fyrstu skref-
um mínum á kennarabrautinni, lét mig vita um viðbrögð nemenda
við kennslunni og hvatti mig á alla lund.
í kennaraliði skólans voru þá ýmsir sterkir og sérkennilegir pers-
ónuleikar, en engu að síður var það skólameistari sem setti svip sinn
á kennarafundi eins og annað í skólanum. Þar reis sjaldan ágrein-
ingur og jafnaðist án átaka þá sjaldan skoðanamunur kom í ljós.
En til voru þættir í skólastarfinu sem Meistara (eins og hann var
jafnan kallaður) var ósýnt um. Bókhald og reikningsskil virtust hon-