Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 134
132 EYJÓLFUR KOLBEINS ANDVARI arbrögðin eru úr fornri deiglu gyðinglegra, grískra og rómverskra hug- mynda. I stuttu máli: Þar sem við höfum gert betur erum við í flestum greinum dvergurinn á herðum risans.2 En að einu leyti hefir menning sam- tíðarinnar reynst fornöldinni frjórri. í skiptum okkar við efnisheiminn er- um við henni langtum fremri. t>ar hefir nútímamaðurinn lagt nýtt til mál- anna, og hugvit hans og áræði hefir veitt honum vald yfir umhverfinu sem engan hefði órað fyrir. Og víst er það þroskaleið að kynna sér umhverfi mannsins og öðlast á því sem gleggstan skilning og víðtækasta þekkingu. Vísindin og tækni nútímans hafa vissulega opnað manninum leiðir til dýpri sjálfsþekkingar, aukinnar lífshamingju og lífsfyllingar. En því skammrifi fylgir böggull nokkur. Raunvísindin hafa fært manninum meiri efnisleg gæði en hann áður átti kost á, og æst óseðjandi hungur hans til meiri fjár- muna, fleiri hlutgæða og sætari lífsnautna. Efnishyggjan setur þrælum sín- um ekkert æðra mark en að eta krásir, drekka dýrar veigar, sofa sætt, njóta ásta og auka kyn sitt, og lifa við líkamlega vellíðan heilir og hraustir. Mörgum þykir svo kollhúfulegt líf engum hæfa betur en svínum3 og til lítils barist ef afurðir vísindanna gera menn að þrælum munns og maga í stað þess að efla dáð þeirra. Þá er þeim ljúfara að teyga af skálum viskunnar4 þann mjöð sem skerpir greind, glæðir vitsmuni, dýpkar skilning og fágar smekk. Ekki svo að skilja að fornmenntir einar séu mönnum huggun og visku- brunnur. En leiða má að því gild rök að fæst menningarverðmæti sem Evr- ópuþjóðir hafa skapað síðan fornöld leið hefðu orðið til, eða orðið jafn- góð, á nokkrum öðrum forsendum en fornri grískri og rómverskri menn- ingu. Þetta varðar einnig arf Islendinga. Bókmenntir okkar fornar, þótt heiðnar kunni að virðast í sumum greinum, hefðu aldrei verið skráðar ef ekki hefðu borist hingað kristnar menntir sunnan úr heimi og aftan úr forn- öld. Að kynna sér rætur iðju sinnar og sögu opnar mönnum víða sýn til for- tíðar og framtíðar. Fræðimaðurinn sem vitnað var til í upphafi taldi það sér til gildis. „Siðmenntaður maður“ er, samkvæmt þeim þrönga og sérhæfða skilningi sem hann lagði í orðin, maður sem gefur gaum að hinum forna menningararfi, sækir til hans þroska sinn, er mótaður af kynnum við hann og telur skyldu sína að ávaxta hann sem best. I Grikklandi hinu forna eru rætur okkar í fortíð, og við þrífumst ekki án þeirra fremur en afskorin jurt eða upphöggvið tré. Þangað hafa ungar kyn- slóðir æ ofan í æ sótt nýjan þrótt og mótað hin fornu minni listá, heim- speki, vísinda og trúar á nýjan leik og aukið nokkru við sjóðinn að sínu leyti. Þessi skipti samtíðar við fortíð sína og uppruna hafa orðið heillarík- ust er forn gildi voru endurskoðuð og metin á ný. Tóm stæling þokar eng- um áleiðis. Eftirherman misskilur hellenska hugsun sem sífellt leitar nýrra lausna og betri að fenginni reynslu. Frumviðhorf og grunnhugmyndir eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.