Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 20
18
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
löndum á sinni tíð. Hann ritaði merkar bækur um sálarfræði, sið-
fræði og trúarheimspeki, en einna víðtækust áhrif mun heimspeki-
saga hans hafa haft og rit hans um einstaka heimspekinga, svo sem
Kierkegaard og Bergson. Greinilegt er að Sigurður var vel kunnugur
ritum Höffdings og vitnar stundum í þau.
Annar merkur danskur rithöfundur, Vilhelm Andersen, kom að
háskólanum meðan Sigurður var þar við nám. Hann ritaði af óvenju
miklum frískleika og fjöri um bókmenntir, sögu og sálarfræði.
Finnur Jónsson hefur verið kennari Sigurðar í íslenskum fornbók-
menntum. Sigurður ritar hlýlega um Finn sextugan og hrósar honum
þar sem vísindamanni. Þó er ekki víst að þeir hafi átt skap saman,
enda ólíkir.
Valtýr Guðmundsson var dósent í norrænum fræðum við háskól-
ann í Kaupmannahöfn þau ár sem Sigurður stundaði nám þar. Sig-
urður skrifaði gagnmerka grein um hann látinn, en fjallar þar nær
einvörðungu um stjórnmálaferil hans. Sigurður gerir þar á skarpleg-
an hátt grein fyrir baráttu Valtýs á stjórnmálasviðinu og því að sam-
tímamenn Valtýs skildu ekki vel í hverju forystuhæfileikar hans voru
fólgnir. Öll er greinin rituð af skörpum skilningi og samúð, þótt þar
komi fram að Sigurður var á öndverðum meiði við Valtý í pólitíkinni
á námsárum sínum. Hins vegar minnist hann ekkert á kennslustörf
Valtýs.
Sigurður byrjaði að birta ritgerðir þegar á háskólaárum sínum. Þá
stóð tímarit Valtýs Eimreiðin með miklum blóma. Valtýr bjó þá í
Kaupmannahöfn og Eimreiðin var prentuð þar. Valtýr hafði lag á að
laða að sér unga menntamenn til samstarfs. Ritdómar eftir Sigurð
birtust í Eimreiðinni þegar á öðru ári hans í háskóla, árið 1904. Þar
skrifar hann meðal annars um Lýðmenntun Guðmundar Finnboga-
sonar, finnur ýmislegt að málfari og hugmyndum en er þó víðast já-
kvæður. Ekki hefur þessi dómur valdið vinslitum, því að fáum árum
síðar, þegar Guðmundur er orðinn ritstjóri Skírnis, sækist hann eftir
greinum frá Sigurði.
Einhver veigamesta grein Sigurðar í Eimreiðinni frá Hafnarárum
hans er greinin „Þorsteinn og Þyrnaru frá árinu 1907. Hinn ungi höf-
undur hikar þar ekki við fullyrðingar: „Búningurinn hefur löngum
borið efnið ofurliði í íslenskum kveðskap, honum til mikils tjóns.“
Hann bendir á það, hversu einfalt og alþýðlegt mál Þorsteinn notar