Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 170
GUNNARJÓHANNESÁRNASON
„Petta líf var hans“
Adventa Gunnars Gunnarssonar í heimspekilegu Ijósi1
i
Aðventa kom út á dönsku árið 1937 og í íslenskri þýðingu Magnúsar Ás-
geirssonar árið 1939, sama ár og Gunnar Gunnarsson fluttist alfarið heim
til íslands og settist að á Skriðuklaustri. íslensk gerð höfundar er í bókinni
Fimm frœknisögur, sem birtist 1976. Bókin hefur komið út í fleiri útgáfum
en aðrar bækur Gunnars og í stærstum upplögum í mörgum löndum.
Aðventa er stutt saga og í grunnatriðum frekar einföld. Par segir frá
Benedikt, föðurnafn hans kemur hvergi fram. Ekki er sagt frá því hvaðan
hann kemur, né hvenær sagan gerist. En við vitum þó að hann er „óbreytt-
ur alþýðumaður“, „vinnumaður á bóndabæ mestanhluta ársins, annars
hálfgildings húsmaður“. (bls. 15)2 Á einum stað segir: „Það var í einu og
öllu eitthvað hálfgildings og lítilmótlegt við hann. Hálfgóður, hálfslæmur -
að hálfu maður, að hálfu skepna“. (bls. 15) Að einu leyti var hann þó frá-
brugðinn öðrum mönnum. Þegar hann var 27 ára gamall byrjaði hann á
þeim sið að fara fyrsta sunnudag í aðventu á hverju ári upp til fjalla í leit að
kindum sem orðið höfðu eftir þegar fé var rekið af fjalli. Þegar þessi saga
gerist er hann að fara í sína tuttugustu og sjöundu ferð, kominn á sex-
tugsaldurinn. Einu förunautar Benedikts eru hundurinn Leó og forystu-
sauðurinn Eitill. Ekki var hann að leita að sínum eigin kindum í þessari
tuttugustu og sjöundu ferð, því hann átti fáar kindur sjálfur og enga vant-
aði.
Þetta er sá efniviður sem Gunnar vinnur úr. Að efninu til gæti hér verið
á ferðinni munnmælasaga, af þeirri tegund sem eru svo algengar, þar sem
segir frá sérvitringum og sérstæðu fólki, sem hefur gefið tilefni til frásagna
vegna óvenjulegra uppátækja, eða einhverra afreka, þrekrauna eða hetju-
dáða. Pað sem gerir Benedikt yfirleitt í frásögur færandi er hin sérvisku-
lega árátta hans að leita að kindum sem hann á ekki, um hávetur, ótil-
neyddur. Svo vill til að Gunnar Gunnarsson sótti efnivið sögunnar í sanna
frásögn af frækilegri eftirleitarferð Fjalla-Bensa, sem svo var nefndur.3
Sagan dregur enga dul á sérvisku Benedikts, því strax í byrjun ferðarinnar