Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 25
andvari
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
23
um, en gerir sér far um að segja þeim mun nákvæmlegar frá þeim,
og getur þá jafnvel mismunandi skoðana fræðimanna á þeim efnum
sem um er fjallað: „Hygg ég og nemöndum gagnlegt að kynnast ólík-
um skoðunum um sama efni. Ætti slíkt að geta ofurlítið glætt í þeim
tilhneiging til að trúa ekki hinum og þessum kenningum að óhugs-
uðu máli og eflt skilning þeirra og skyn á hugsunum annarra
manna.“
Sem dæmi um efnistök Sigurðar í bókinni má nefna, hvernig hann
fjallar um hetjuskap. Hann segir að íslendingasögurnar séu yfirleitt
hetjusögur. í orðinu hetja felist ekki eingöngu það að kappinn sé
hugrakkur, djarfur, heldur einnig að hann sé drengur góður, sé bæði
vaskur og fórnfús. Pað var hvers manns skylda að gæta sæmdar sinn-
ar og ættar sinnar. Mikilfengleikur norrænna drengskaparlaga felst í
því, að hver maður metur meir sæmd sína og réttarskyldu en eigið
líf:
Njáll dó hetjudauða, er hann þá eigi lífsgrið, af því að hann var „vanbúinn at
hefna sona sinna, en ek vil eigi lifa við skömm“, er hann, með öðrum orð-
um, fékk eigi gegnt æðstu skyldu sinni og gætt sæmdar sinnar. Fornsögur
vorar skilja, að lífi sínu fékk enginn forðað nema um sinn, að eitt sinn varð
hver lífið láta, en drengskap sínum og sæmd þurfti hann aldrei að glata. Þótt
hver mannhefnd sé, að sumu leyti, ófögur og ógnarleg, eru sumar þeirra að
nokkru leyti fagrar. Hefnd getur verið fögur, að hvötum og að því hugarfari,
er hún rennur af, þótt athöfnin sjálf og afleiðing hennar skelfi oss, veki óhug
og andúð, ef litið er á slíkt eitt sér. Skilja ber, að sumar hefndir í fornöld
vóru ekki runnar af heiftúð né af hefnigirni, heldur af eins konar skyldu-
rækt, af lotning og hlýðni við óskráð lög. Það var stundum harmsaga slíkra
hefnda, að hetjan kom þeim fram eða tók þátt í þeim til neydd og með
hryggum hug. Ketill í Mörk fór neyddur og nauðugur með Flosa að brennu
Njáls, tengdaföður síns, og sona hans. Orð hans við Njálsbrennu sýna, með
hvaða hug hann var staddur við brennuna: „Mikill harmr er at oss kveðinn,
er vér skulum slíka ógæfu saman eiga.“ Ef lesöndum skilst ekki, að hefnd
getur verið og er oft í fornsögum vorum göfugs eðlis, þróast þeim ekki full-
komlega skyn á fegurð fornsagna vorra, sem einatt felst í athafnafegurð. 10
Þessi viðhorf Sigurðar voru áreiðanlega nokkur nýlunda á þeim
tíma. Hann lítur á íslendingasögur sem bókmenntaverk, er að vísu
eigi stoð í raunverulegum atburðum, en metur þær og dæmir á sama
hátt og hann myndi dæma skáldverk nútíma höfunda. Þessu voru
menn ekki vanir og það kom illa við ýmsa, eins og fyrr er getið.