Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 25

Andvari - 01.01.1992, Page 25
andvari SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 23 um, en gerir sér far um að segja þeim mun nákvæmlegar frá þeim, og getur þá jafnvel mismunandi skoðana fræðimanna á þeim efnum sem um er fjallað: „Hygg ég og nemöndum gagnlegt að kynnast ólík- um skoðunum um sama efni. Ætti slíkt að geta ofurlítið glætt í þeim tilhneiging til að trúa ekki hinum og þessum kenningum að óhugs- uðu máli og eflt skilning þeirra og skyn á hugsunum annarra manna.“ Sem dæmi um efnistök Sigurðar í bókinni má nefna, hvernig hann fjallar um hetjuskap. Hann segir að íslendingasögurnar séu yfirleitt hetjusögur. í orðinu hetja felist ekki eingöngu það að kappinn sé hugrakkur, djarfur, heldur einnig að hann sé drengur góður, sé bæði vaskur og fórnfús. Pað var hvers manns skylda að gæta sæmdar sinn- ar og ættar sinnar. Mikilfengleikur norrænna drengskaparlaga felst í því, að hver maður metur meir sæmd sína og réttarskyldu en eigið líf: Njáll dó hetjudauða, er hann þá eigi lífsgrið, af því að hann var „vanbúinn at hefna sona sinna, en ek vil eigi lifa við skömm“, er hann, með öðrum orð- um, fékk eigi gegnt æðstu skyldu sinni og gætt sæmdar sinnar. Fornsögur vorar skilja, að lífi sínu fékk enginn forðað nema um sinn, að eitt sinn varð hver lífið láta, en drengskap sínum og sæmd þurfti hann aldrei að glata. Þótt hver mannhefnd sé, að sumu leyti, ófögur og ógnarleg, eru sumar þeirra að nokkru leyti fagrar. Hefnd getur verið fögur, að hvötum og að því hugarfari, er hún rennur af, þótt athöfnin sjálf og afleiðing hennar skelfi oss, veki óhug og andúð, ef litið er á slíkt eitt sér. Skilja ber, að sumar hefndir í fornöld vóru ekki runnar af heiftúð né af hefnigirni, heldur af eins konar skyldu- rækt, af lotning og hlýðni við óskráð lög. Það var stundum harmsaga slíkra hefnda, að hetjan kom þeim fram eða tók þátt í þeim til neydd og með hryggum hug. Ketill í Mörk fór neyddur og nauðugur með Flosa að brennu Njáls, tengdaföður síns, og sona hans. Orð hans við Njálsbrennu sýna, með hvaða hug hann var staddur við brennuna: „Mikill harmr er at oss kveðinn, er vér skulum slíka ógæfu saman eiga.“ Ef lesöndum skilst ekki, að hefnd getur verið og er oft í fornsögum vorum göfugs eðlis, þróast þeim ekki full- komlega skyn á fegurð fornsagna vorra, sem einatt felst í athafnafegurð. 10 Þessi viðhorf Sigurðar voru áreiðanlega nokkur nýlunda á þeim tíma. Hann lítur á íslendingasögur sem bókmenntaverk, er að vísu eigi stoð í raunverulegum atburðum, en metur þær og dæmir á sama hátt og hann myndi dæma skáldverk nútíma höfunda. Þessu voru menn ekki vanir og það kom illa við ýmsa, eins og fyrr er getið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.