Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 71
ANDVARI
í LJÓSI SKÁLDSKAPAR
69
sis iterum benedictus.
Si me dignaris consolari, sis benedictus,
et si me vis tribulari,
sis aeque et semper benedictus.
Þetta þýddi Jóhannes Gunnarsson, biskup kaþólskra, svo:
Ef þú vilt að ég sé í myrkri, þá sért þú blessaður,
og ef þú vilt að ég sé í ljósi,
þá sért þú enn blessaður;
ef þér þóknast að hugga mig, þá sért þú blessaður,
og sé það vilji þinn að ég þjáist,
þá sért þú og ávallt blessaður.
Það var gaman að rekast á þessi orð á lokasíðu merkustu ævisögu sem út
kom hérlendis á síðasta ári, Þegar sálin fer á kreik, minningar Sigurveigar
Guðmundsdóttur sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skráði. Sú bók minnir
glögglega á áhrif kaþólskrar menningar á íslandi á þessari öld. Það efni, og
ekki síst áhrifin gegnum Halldór Laxness, verður vonandi kannað sérstak-
lega af mönnum sem til þess eru bærir.
Kórvilla er kaþólskt kirkjulegt hugtak sem hér er raunar snúið upp á.
Hin stóra villa konunnar í sögunni er djúptæk andleg reynsla, „exístensíel“
í fyllstu merkingu. ÖIl kennileiti hverfa, manneskjan reikar ein í myrkri á
hengiflugsbrún. Úr villu sinni er konan leidd til þess að glíma við „hann
Guðvaleníus, þennan voðalega stóra fábjána sem er talinn vera með
stærstu og hættulegustu fábjánum sem uppi hafa verið á Vestfjörð-
um........Fyrst hélt ég að þarna væri refsíngin komin fyrir yfirsjónir og
ódygðir mín og minna, drýgðar sem ódrýgðar. Seinna skildi ég að það var
náðin. Ég tók hann fángbrögðum og hélt honum þángaðtil hann gat ekki
nema hljóðað."
Guðvaleníus - sá sem Guð velur. Jakob glímdi við Guð og menn og
hafði sigur: „Ég hef séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.“ Glíman
við hinn voðalega fábjána gaf lífi konunnar á Vestfjörðum nýtt inntak.
Þess vegna fórnar hún öllu sem var „skynsamlegt og rétt“. Eftir villuna
öðlast hún náð með því að játast undir ráðsályktun Guðs.
Vel er líklegt að þessi saga dragi föng víða að eða eigi sér jafnvel
ákveðna kveikju. Stíllinn og orðfærið er í senn lagað að klassískum kristi-
legum játningarritum og alþýðlegri íslenskri frásagnarhefð sem höfundur-
inn átti eftir að nýta sér af svo mikilli snilld í Innansveitarkroniku. En hvað
sem stíllegum aðföngum sögunnar líður má líta á hana sem túlkun á kjarn-
lægri niðurstöðu í höfundarverki Halldórs og hún styrkir kenninguna um
hinn þunga kristna undirstraum í verkum hans. í henni sameinast, í yfir-
burða stílíþrótt, mýstísk hugsun lifandi hlutlægri lýsingu.