Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 154
152
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
V
Meðal sagnfræðinga má kannski nefna Sigurð Líndal8 og Björn heitinn
Þorsteinsson sem brautryðjendur nýrra viðhorfa í þessu efni. Ekki hafa þó
verið skýr flokkaskil milli fylgjenda yngri og eldri söguskilnings, heldur
hafa viðhorfin þokast stórátakalítið í þessa átt. Til dæmis tók Sigurður
Nordal það skýrt fram, þegar bók hans um Snorra Sturluson var löngu
seinna endurprentuð, að köflunum með túlkun sinni á Sturlungaöld væri
hann nú sjálfur mjög ósammála.y
Núna má það heita viðtekin túlkun fræðimanna á Sturlungaöldinni sem
t.d. kemur fram hjá Gunnari Karlssyni í 2. bindinu af Sögu íslands („Þjóð-
hátíöarsögunni") 1975 og hjá Birni Þorsteinssyni í íslenskri miðaldasögu ári
seinna.10 Þeir reyna báðir að sýna sigur konungsvaldsins sem eðlilega nið-
urstöðu af aðstæðum og atvikum. Gunnar" útskýrir t.d. að konungsvaldinu
hafi fylgt margs konar ráð í valdabaráttu sem þjóðveldið skorti. „Það fer
varla hjá því,“ segir hann líka, „að þjóðveldisskipulagið hafi virst úrelt í
augum margra.“
Víst má gera ráð fyrir að margir 13. aldar íslendingar hafi viljað komast í tölu kon-
ungsþegna eins og annað siðað fólk heimsbyggðarinnar. Því þarf engan að undra þótt
íslenska þjóðveldið lyti í lægra haldi fyrir norska konungsvaldinu. Það hlaut að gerast
fyrr eða síðar. Straumur tímans lá allur í þá átt.
Björn bendir einnig á stöðu konungsvaldsins í hugum fólks, og leggur jafn-
framt áherslu á áhrif verslunar og samgangna þar sem ísland var á norsku
hagsvæði.12
Borgarastyrjaldir í Noregi á 12. öld höfðu hindrað sameiningu norska hagsvæðisins í
eina ríkisheild, en ekki sjálfstæðishugmyndir einstakra samtelaga á svæðinu. . .
Norska ríkið óx eftir samgönguleiðunum frá Björgvin og Islendingar tengdust því um
þá borg þegar ríkisvaldið var tilbúið að taka við þeim.
„Á Sturlungaöld hafði verið unnið að eflingu ríkisvalds á íslandi,“ segir
Björn, en „goðavaldið hafði gengið sér til húðar. . . og varð ekki endur-
reist“. Þegar vissir stórbændur gerast hlynntir konungsvaldinu, er það að
mati Björns „eflaust til þess að efla réttarríkið“, og hann bendir á varnar-
leysi kirkjunnar fyrir höfðingjum til að álykta að „kirkjuleiðtogar hlutu því
að fylgja konungsvaldinu að málum“.
Upphaf konungsvalds er að vísu meginatriði í frásögn þeirra beggja,
Björns og Gunnars, en ekki sem örlagaþrungið stórslys, heldur sem hver
annar áfangi í sögulegri þróun sem kallar á æðrulausar útskýringar.