Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 29
ANDVARI SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 27 Nú var hafist handa um að reisa nýtt skólahús. Var húsinu valið eitt fegursta hússtæði bæjarins og skólanum fengin stór landspilda til eignar. Húsið var byggt sumarið 1904. Pað var reist af ótrúlegum stórhug og stendur enn bænum til prýði. Árið 1908 andast Jón Hjaltalín og tekur þá Stefán Stefánsson við skólastjórninni, en hann hafði verið einn helsti máttarstólpi skólans undanfarin ár. Undir stjórn Stefáns óx skólinn enn. Aðsókn að honum jókst og hann naut vaxandi virðingar, enda var Stefán glæsimenni og skör- ungur í skólastjórn. Raunar steðjuðu ýmsir erfiðleikar að eins og fyrr, erfiðastur var líklega veturinn 1917-18, þegar kennsla lá að mestu niðri samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Þá var heimsstyrjöld- in í algleymingi, samgöngur til landsins erfiðar og vöruskortur yf- irvofandi. Einnig vantaði skólann þá íslenskukennara. Fróðlegt er að lesa bréf Stefáns til stjórnaráðs frá þessu ári, það veitir hug- mynd um þann vanda sem yfirmenn skóla áttu við að stríða á þessum tíma og kann að vera að einhverjir þekki svipuð dæmi frá síðari tím- um: í símskeyti til forsætisráðherra 9. ág. síðastliðinn lét ég þess getið að fengjust eigi aðrir til að sækja en lítt menntaðir menn eða viðvaningar, áliti ég réttara að loka skólanum eða ég neyddist til að beiðast lausnar. Svo áríðandi og sjálfsagt tel ég að íslenskukennarasætið sé vel skipað. Ég hef sagt forsætis- ráðherra að ég hafi í svipinn ekki augastað á nema einum manni í þetta sæti og hann vildi ég fá. Það er Sigurður mag. Guðmundsson, enda sennilegt að hann fengist, ef sæmileg laun væru í boði.12 En þótt erfiðleikar væru á stundum miklir er enginn vafi á því að Stefán lyfti skólanum. Eins og fyrr er sagt var hann annálað glæsi- menni og orkaði mjög á nemendur um þrifnað og snyrtimennsku. Hann var einnig snjall fræðimaður og hafði ritað stórgóðar bækur um jurtafræði. Auk þess var hann afburða kennari. Einn nemenda hans lýsir skólastjórn hans löngu síðar á þessa lund: Þó að skólameistari væri stjórnsamur og að sumu leyti strangur, þá skorti hann hvorki umburðarlyndi né skilning á högum nemenda. Þess vegna dáð- um við hann og litum upp til hans.13 Enginn vafi er á því að Stefán hefur verið einhver merkasti og snjall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.