Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 130

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 130
128 ÞORGEIR ÞORGEIRSON ANDVARI þýðingu hans eins og þau væru frumkveðin á íslensku og framandleika- blærinn sem þau bera á ekki rót í framandi tungu heldur er þetta blærinn sem allur ferskur skáldskapur ber með sér hvar og hvenær sem er. Eins er þetta fyrir sitt leyti með lausamálsþýðingar Geirs. Vonandi er ekkert einhlítt svar til við því hvernig menn eins og Geir Kristjánsson töfra fram textana sína, en þó má láta sig gruna margt um það. A árunum 1956, ’57 og ’58 fylgdist ég náið með vinnubrögðum Geirs sem þá þegar var farinn að starfa markvisst að þýðingum sínum. Mér virtist hann spar á pappírsnotkun. Þó hann væri fljótur að skynja og skilja eðli þess sem hann las settist hann ekki strax niður við að þýða orðin, ég held að þýðingarstörf hans hafi ekki byrjað fyrr en hann kunni nánast utan að það verk sem hann ætlaði að þýða. Og ekki man ég betur en það hafi ein- mitt verið Geir sem fyrstur manna sagði það í mín eyru að þýðing textans orð fyrir orð væri öruggasta leiðin til að steindrepa verkið í þýðingunni. Kannski er ofmælt að hann lærði verkin utan að, því best er líklega að lesa sig það djúpt inn í verk sem maður er að þýða, að tilfinningin fyrir því verði líkt og hálfgleymd hugsun manns sjálfs fremur en að læra verkið eins og páfagaukur. Einhvern veginn þannig vann Geir. Stundum fannst mér, þegar Geir var að þylja upp úr sér þýðingakaflana sína (hann las manni aldrei neitt af blaði á þeim árum), að þetta væru mót- tökuathafnir fremur en upplestrar. Að hann hefði sent verkin sem hann ætlaði að þýða eins og kafbáta inn í sálardjúpin, þar sem orðin synda lif- andi um náttúrlegt umhverfi sitt. F>að leikur einlægt svo neðansjávarleg birta um orðin í þýðingunum hans Geirs. En þessi birta úr sálardjúpunum er nú einmitt það sem við köllum skáldskaparblæ. Og þegar Geir þuldi Púskín, Evtúsjenkó eða Pasternak upp úr sér á íslensku var eins og hann væri bara að skipa þýðingunum upp úr sálarfari sínu. Við þónokkuð hátíð- lega athöfn. Eessi hugmynd mín hefur víst kviknað af ytri aðstæðum. Þau ár bjó Geir við Tjarnargötu í fjarska tómlegu súðarherbergi með einum þakglugga og nefndi þá vistarveru sína Skip himinsins, enda voru skýin lengi vel þær einu mubblur sem kapteinninn á Skipi himinsins átti. Sálardjúpaútgerð með verk erlendra höfunda er vitaskuld bæði seinleg og dyntótt. Annar norrænn afburðaþýðandi, daninn Ivan Malinovski, hafði svar á reiðum höndum væri hann spurður hvað þyrfti til að þýða ljóð. - Það þarf tíma, sagði hann, og væri þá beðið um nánari skýringu svaraði Malinovski: - Ljóðaþýðandi verður að hafa næði til að slæpast 24 tíma í sólarhring, jafnvel vikum saman fyrir eitt lítið ljóð. Skapandi þýðingar eru semsé tímafrekar. Engu síður en frumsamning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.