Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 120

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 120
118 ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI ust af gleði yfir því að hafa átt slíkan málara og þá heyrðist rödd segja hátt og snjallt: „mikið djöfull er þetta ljótt“, og Hákon skógræktarstjóri snarað- ist út. Hákon hafði fengið annað uppeldi en sumir aðrir þarna, og í öðrum tilvikum hefði ég kannski sagt að hann væri í sporum barnsins í Nýju fötun- um keisarans. Um þetta efni, mótun, heyrði ég reyndar gagnmerkan fyrirlestur fyrir 10 árum. í ljós kemur að heilinn mótast við áreiti á ungum aldri - Japanir eiga t.d. erfitt með að greina milli R og L vegna þess að þau hljóð eru ekki til í máli þeirra. Þannig er það vafalaust með fegurðarsmekk okkar, hann er mótaður af uppeldinu að verulegu leyti. Þess vegna er líklega eðlilegt að mönnum, sem ólust upp í fábreyttum sveitaheimi, þyki landslagsmálverk fallegri en óhlutbundin list - þeir gætu jafnvel verið staurblindir á hana eins og Japanir á R og L. Og eins er það trú Atla Heimis og hans nóta, að þeirra tónlist mundi sigra með „bættu“ tónlistaruppeldi. Og þá minnist ég merkra orða Jóns Leifs: Útlendingur nokkur spurði hann hvernig hann gæti lært að njóta tónlistar hans. „Fyrst þarftu að lesa íslenzku fornbók- menntirnar á frummálinu, síðan að kynnast mikilúðlegu landslagi og við- sjálum vetrarveðrum íslands, og loks hlusta á verkin aftur og aftur.“ VII Þorsteinn: Sigurður kemur aftur og aftur að snilli og snillingum, nú síðast að Jóni Leifs. Ég sagðist hins vegar ekki vilja tala um afrek eða stórmerki, hvorki í listum né vísindum, heldur bara venjulega fræðimennsku á venjulegri rann- sóknastofu. Eins vil ég tala um sem venjulegasta list. Til að mynda Maí- stjörnuna eftir þá Halldór Laxness og Jón Ásgeirsson: tækifærislag við tækifæriskvæði og hvorttveggja óaðfinnanlegt en engin himinhrópandi snilld sem markar tímamót. Ástæðan til þess að ég vil takmarka mig svona er auðvitað sú að um snilld veit ég ekki skapaðan hrærandi hlut. Ég er hins vegar búinn að nefna Mihály Csikszentmihály, ungverskan sálfræðing sem er fjölfróður um snilld, án þess að ég sé dómbær á þau fræði. En ég kann að skrifa venjulega heimspekilega ritgerð, og les margar þess háttar ritgerðir eftir starfssystkin mín í hverri viku. Ég get meira að segja líka kennt nemendum mínum að skrifa slíkar ritgerðir. Svo hef ég haft þá ánægju að vinna með vini mínum Jóhanni Axelssyni að lífeðlisfræðilegum ritgerðum, og veit af þeirri reynslu að það er enginn eðlismunur á aðferð eða hugsunarhætti heimspekings og lífeðlisfræðings. Þetta þekki ég, og ég get reynt að hugsa um það. Sálarlíf stórmenna eins og Matthíasar Joch- umssonar eða Jóns Leifs þekki ég ekki og skil ekki. Ég var andvaka í nótt - ugglaust út af þessari yfirvofandi samræðu okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.