Andvari - 01.01.1992, Síða 120
118
ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
ANDVARI
ust af gleði yfir því að hafa átt slíkan málara og þá heyrðist rödd segja hátt
og snjallt: „mikið djöfull er þetta ljótt“, og Hákon skógræktarstjóri snarað-
ist út. Hákon hafði fengið annað uppeldi en sumir aðrir þarna, og í öðrum
tilvikum hefði ég kannski sagt að hann væri í sporum barnsins í Nýju fötun-
um keisarans.
Um þetta efni, mótun, heyrði ég reyndar gagnmerkan fyrirlestur fyrir 10
árum. í ljós kemur að heilinn mótast við áreiti á ungum aldri - Japanir eiga
t.d. erfitt með að greina milli R og L vegna þess að þau hljóð eru ekki til í
máli þeirra. Þannig er það vafalaust með fegurðarsmekk okkar, hann er
mótaður af uppeldinu að verulegu leyti. Þess vegna er líklega eðlilegt að
mönnum, sem ólust upp í fábreyttum sveitaheimi, þyki landslagsmálverk
fallegri en óhlutbundin list - þeir gætu jafnvel verið staurblindir á hana eins
og Japanir á R og L. Og eins er það trú Atla Heimis og hans nóta, að
þeirra tónlist mundi sigra með „bættu“ tónlistaruppeldi. Og þá minnist ég
merkra orða Jóns Leifs: Útlendingur nokkur spurði hann hvernig hann
gæti lært að njóta tónlistar hans. „Fyrst þarftu að lesa íslenzku fornbók-
menntirnar á frummálinu, síðan að kynnast mikilúðlegu landslagi og við-
sjálum vetrarveðrum íslands, og loks hlusta á verkin aftur og aftur.“
VII
Þorsteinn:
Sigurður kemur aftur og aftur að snilli og snillingum, nú síðast að Jóni
Leifs. Ég sagðist hins vegar ekki vilja tala um afrek eða stórmerki, hvorki í
listum né vísindum, heldur bara venjulega fræðimennsku á venjulegri rann-
sóknastofu. Eins vil ég tala um sem venjulegasta list. Til að mynda Maí-
stjörnuna eftir þá Halldór Laxness og Jón Ásgeirsson: tækifærislag við
tækifæriskvæði og hvorttveggja óaðfinnanlegt en engin himinhrópandi
snilld sem markar tímamót. Ástæðan til þess að ég vil takmarka mig svona
er auðvitað sú að um snilld veit ég ekki skapaðan hrærandi hlut. Ég er hins
vegar búinn að nefna Mihály Csikszentmihály, ungverskan sálfræðing sem
er fjölfróður um snilld, án þess að ég sé dómbær á þau fræði.
En ég kann að skrifa venjulega heimspekilega ritgerð, og les margar þess
háttar ritgerðir eftir starfssystkin mín í hverri viku. Ég get meira að segja
líka kennt nemendum mínum að skrifa slíkar ritgerðir. Svo hef ég haft þá
ánægju að vinna með vini mínum Jóhanni Axelssyni að lífeðlisfræðilegum
ritgerðum, og veit af þeirri reynslu að það er enginn eðlismunur á aðferð
eða hugsunarhætti heimspekings og lífeðlisfræðings. Þetta þekki ég, og ég
get reynt að hugsa um það. Sálarlíf stórmenna eins og Matthíasar Joch-
umssonar eða Jóns Leifs þekki ég ekki og skil ekki.
Ég var andvaka í nótt - ugglaust út af þessari yfirvofandi samræðu okkar