Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 115

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 115
ANDVARI SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDI 113 menn gætu snúið sér að öðru. En það gera þeir ekki, heldur finna sér alltaf eitthvað „nýtt“ til að segja og gera, sem þegar bezt lætur er gamla vínið í nýjum belgjum. Hér verð ég þó að gera bragarbót, sem snertir hið upphaflega áhugamál Valgarðs Egilssonar um áhrif náttúruvísinda á listirnar:1 heimurinn breytist fyrir tilstilli vísinda og tækni, og listirnar draga dám af því, „sýna manninn í nýju umhverfi,“ eða ættu að gera það. Þannig sagði Kurt Vonnegut á rit- höfundaþingi hér um árið, að nútímabókmenntir væru því aðeins nútíma- bókmenntir að tækni og vísindi nútímans kæmu þar við sögu - annars væru þær gamlar bókmenntir þótt nýskrifaðar væru. Þannig mætti segja að ýlfur rafeindatónlistar og skarkali nútíma hljóðfæratónlistar séu anz tónskálda við skarkala heimsins, líkt og 6. sinfónía Beethovens er undir áhrifum af fuglasöng og sveitasælu aldamótanna 1800. Og klessumálverkið sé sýn mál- arans sem ekki greinir annað en yfirborð hins nýja heims sem hann skilur ekki. Annað mál er það hvort listsköpun og vísindaiðkun sé sams konar iðja eða ekki, burtséð frá tilganginum, til dæmis skapandi iðja sem greini þessa starfsemi frá annarri hversdagslegri, eins og pípulagningum eða garðyrkju. En raunar minnist ég þess, að fyrr í vetur hélt Þorsteinn því fram að sköp- unargáfa listamanna væri manía og nefndi mörg dæmi því til stuðnings. En sama verður tæplega sagt um sköpunargáfu vísindamanna, ef hún þá er til. Þótt Newton væri að vísu geggjaður, samkvæmt almennum hegðunarvið- miðum, hygg ég að Einstein, Heisenberg eða Darwin hafi verið mjög fjarri því að vera manískir.2 Svo annað hvort verður Þorsteinn að láta af þessari kenningu, eða hér er um grundvallarmun að ræða - rökhyggju með djarf- legu hugmyndaflugi móti maníu. Á Listahátíð í Reykjavík er sá vandi annars á höndum að hugtökin listir og vísindi eru mjög losaralega skilgreind nú til dags, því nánast er látið svo sem allar afurðir þeirra sem hafa það að atvinnu að vera „vísindamenn“ eða „listamenn“ séu vísinda- og listaverk. En kannski mætti reyna að bera saman viðurkenndar afurðir alvöru lista- og vísindamanna, þótt mig bresti sannlega kunnáttu til að bera saman jafnvel einföldustu dæmi, eins og Das Wohltemperierte Klavier og Keplerslögmálin eða Guernicu og DNA. Þessar fingraæfingar Bachs voru víst samdar til dýrðar hinu útjafnaða píanói, með tónbil allra tóntegunda eins - en hönd meistarans gerði þessar hálf-stærðfræðilegu æfingar að dásamlegri tónlist; þetta hlýtur að kallast sköpunargáfa. Kepler lá hins vegar yfir mælingum Tychos Brahe og komst að því að þær samræmdust því ekki að reikistjörnurnar væru á hringbraut ' Sjá inngang. Darwin átti raunar við alvarleg þunglyndisköst að stríða. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.