Andvari - 01.01.1992, Side 115
ANDVARI
SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDI
113
menn gætu snúið sér að öðru. En það gera þeir ekki, heldur finna sér alltaf
eitthvað „nýtt“ til að segja og gera, sem þegar bezt lætur er gamla vínið í
nýjum belgjum.
Hér verð ég þó að gera bragarbót, sem snertir hið upphaflega áhugamál
Valgarðs Egilssonar um áhrif náttúruvísinda á listirnar:1 heimurinn breytist
fyrir tilstilli vísinda og tækni, og listirnar draga dám af því, „sýna manninn í
nýju umhverfi,“ eða ættu að gera það. Þannig sagði Kurt Vonnegut á rit-
höfundaþingi hér um árið, að nútímabókmenntir væru því aðeins nútíma-
bókmenntir að tækni og vísindi nútímans kæmu þar við sögu - annars væru
þær gamlar bókmenntir þótt nýskrifaðar væru. Þannig mætti segja að ýlfur
rafeindatónlistar og skarkali nútíma hljóðfæratónlistar séu anz tónskálda
við skarkala heimsins, líkt og 6. sinfónía Beethovens er undir áhrifum af
fuglasöng og sveitasælu aldamótanna 1800. Og klessumálverkið sé sýn mál-
arans sem ekki greinir annað en yfirborð hins nýja heims sem hann skilur
ekki.
Annað mál er það hvort listsköpun og vísindaiðkun sé sams konar iðja
eða ekki, burtséð frá tilganginum, til dæmis skapandi iðja sem greini þessa
starfsemi frá annarri hversdagslegri, eins og pípulagningum eða garðyrkju.
En raunar minnist ég þess, að fyrr í vetur hélt Þorsteinn því fram að sköp-
unargáfa listamanna væri manía og nefndi mörg dæmi því til stuðnings. En
sama verður tæplega sagt um sköpunargáfu vísindamanna, ef hún þá er til.
Þótt Newton væri að vísu geggjaður, samkvæmt almennum hegðunarvið-
miðum, hygg ég að Einstein, Heisenberg eða Darwin hafi verið mjög fjarri
því að vera manískir.2 Svo annað hvort verður Þorsteinn að láta af þessari
kenningu, eða hér er um grundvallarmun að ræða - rökhyggju með djarf-
legu hugmyndaflugi móti maníu.
Á Listahátíð í Reykjavík er sá vandi annars á höndum að hugtökin listir
og vísindi eru mjög losaralega skilgreind nú til dags, því nánast er látið svo
sem allar afurðir þeirra sem hafa það að atvinnu að vera „vísindamenn“
eða „listamenn“ séu vísinda- og listaverk. En kannski mætti reyna að bera
saman viðurkenndar afurðir alvöru lista- og vísindamanna, þótt mig bresti
sannlega kunnáttu til að bera saman jafnvel einföldustu dæmi, eins og Das
Wohltemperierte Klavier og Keplerslögmálin eða Guernicu og DNA.
Þessar fingraæfingar Bachs voru víst samdar til dýrðar hinu útjafnaða
píanói, með tónbil allra tóntegunda eins - en hönd meistarans gerði þessar
hálf-stærðfræðilegu æfingar að dásamlegri tónlist; þetta hlýtur að kallast
sköpunargáfa. Kepler lá hins vegar yfir mælingum Tychos Brahe og komst
að því að þær samræmdust því ekki að reikistjörnurnar væru á hringbraut
' Sjá inngang.
Darwin átti raunar við alvarleg þunglyndisköst að stríða.
8