Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 132
130
ÞORGEIR ÞORGEIRSON
ANDVARI
Þetta verk er, held ég, það af verkum Geirs sem menn hafa vanmetið
einna helst. Kannski vegna þess að fólk áttar sig naumast á því, sem von-
legt er, að útvarpsleikrit geti verið sjálfstætt listform. Átti menn sig á því
ættu þeir strax að hafa í hendi sér heildarskilninginn á æfistarfi Geirs
Kristjánssonar, sem einkanlega hændist að hinum aðskornu formum rit-
listarinnar, útvarpsleikritinu, ljóðinu og hinni knöppu smásögu alveg á
mörkum prósaljóðs. Aldrei lét hann deigan síga, enda skilaði hann verkum
sem ætíð voru samboðin afburðahæfileikum. Vitaskuld eru verk hans van-
metin. Þvílík verk tekur lengri tíma að meta. Til þessa hafa þau mátt búa
við takmarkaða athygli þeirra bókmenntalegu rauðakrossmanna sem kalla
sig gagnrýnendur og vinna, að því er virðist, í anda þeirra orða Jesúsar
Krists að heilbrigðir þurfi ekki læknis við. Og vel sé því. Fullveðja, súveren
texti er sjálfbjarga, eins þó hann sé orðinn hálfgert feimnismál í hópi þessa
sjúkraliðs bókmenntanna. Þannig hefur þetta oftlega verið með klassíkina.
Framtíðin er nú einu sinni hennar vettvangur. Og textarnir hans Geirs tala
best sínu máli sjálfir. Enda fer ég að þagna og lofa ykkur að hlusta á þá.
Bækur Geirs Kristjánssonar (1923-91) voru þessar: Stofnunin, sögur, 1956. Ljóðaþýðingar:
Tilraun til sjálfsœvisögu og Ijóð, eftir Boris Pasternak, 1961; Ský í buxum og fleiri kvœði,
eftir Vladímír Majakovskí, 1965; Hin grœna eik, safn ljóða eftir marga höfunda, 1971; Undir
hælum dansara, ljóðaþýðingar úr rússnesku, 1988; Dimmur söngur úr sefi, ljóðaþýðingar,
1991. - Þá skal þess getið að útvarpsleikritið Snjómokstur er prentað í Tímariti Máls og
menningar 1970. (Ritstj.)