Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 54
52
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
um lokuð bók og svipað mátti segja um ýmsa þætti skipulagningar.
En þar hafði hann menn úr kennaraliðinu til að vinna fyrir sig. Eg
held að hann hafi átt afar auðvelt með að fá rnenn til að aðstoða sig
og vinna með sér. Þar kom líka fram fallegur þáttur í fari hans er
auðveldaði honum að fá menn til liðs við sig: Hann var óvenjulega
þakklátur, kunni vel að meta það sem fyrir hann var gert og gleymdi
því seint væri honum gerður greiði.
Þótt Meistara væru ljósir ýmsir annmarkar á skólakerfinu, eins og
sumstaðar kemur fram í ræðum hans, virtist honum ekki leika hugur
á að breyta þar til. Hann hugsaði minna um kerfið en manneskjuna.
Honum var ákaflega annt urn að afla skólanum sem best menntaðra
og hæfastra kennara, en lét þá svo nokkuð sjálfráða um hvernig þeir
höguðu kennslu sinni. Honum hefur verið það ljóst að ekki skipti
öllu máli hvaða efni nemendur lærðu, hitt væri mikilvægara að þeir
temdu sér góð vinnubrögð, aga og nákvæmni. En hin siðlega hlið
skólavistarinnar, mótun ungra manna og kvenna, skipti hann megin-
máli. Þar lagði hann sig allan fram og þar náði hann merkilegum ár-
angri. Hann hlýtur að hafa haft sérstakt lag á að tala við ungt fólk,
urn það vitnar sá árangur hans, að ýmsir þeir er gerðust brotlegir við
aga og reglur og sem þurfti að „taka á hvalbeinið“, eins og það var
kallað í skólanum, urðu síðan vinir hans ævilangt og hinir mætustu
menn.
15. Lokaorð
Sigurður Guðmundsson lét af skólastjórn í árslok 1947, árið áður en
hann varð sjötugur. Hann hafði ætlað að hætta fyrr, en lét undan
áskorunum um að halda áfram, þrátt fyrir tæpa heilsu. Hann fluttist
til Reykjavíkur í maí 1948. Hann hafði lengi hlakkað til þess að
varpa af sér oki skólameistarans og sinna ritstörfum og öðrum hugð-
arefnum áhyggjulaus. En sá tími er honum var léður til þess reyndist
skammur: hann andaðist í Reykjavík 10. nóvember 1949, tæpum
tveimur árum eftir búferlaflutninginn og aðeins fáum mánuðum eftir
að þau hjónin voru búin að koma sér vel fyrir í nýjum heimkynnum.
Frú Halldóra lifði mann sinn átján ár.
Þessi grein hófst á orðum Benedikts Tómassonar læknis, en hann var