Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 38
36 GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ANDVARI aldrei. Henni eru aldrei mislagðar hendur í skólastarfi sínu. Hún er árrisul, enda vekur hún suma morgunsvæfa nemendur. Hún er komin hér til starfa fyrir allar aldir á morgnana, hyggur að, hvort allt sé í lagi, áður en kennsla byrjar, opnar kennarastofuna og tekur til handargagns blöð og tímarit, sem þar hafa safnast á borðið kvöldið áður. Hún lítur eftir, að allt sé í röð og reglu í ríki sínu, áður en hin daglega barátta er hafin í Valhöll vorri. Það leynir sér eigi, að hún ann skólanum. Henni þykir vænt um heimkynni hans og húsakost. Skólinn er henni hjartfólginn, af því að hún hefur unnið honum vel og þjónað honum af trúmennsku og alúð. Slíkur vinarhugur er lán henn- ar. I unnandi þeli felst jafnan ylur og hugarauður. . . Sigurður lýkur ræðu sinni á þessa leið: Arangur af ævistarfi Rúnu er þess eðlis, að öll veraldarinnar vélræna og töl- vísi fær eigi nrælt hann né vegið né sýnt hann í tölum né talnamerkjum. Dag hvern sér hún árangur vinnu sinnar og iðni. En á þeim árangri hvfla þau álög, að hann er af máður næsta morgun. En árangur er árangur, þótt eigi verði hann mældur né veginn né verðmæti hans reiknuð, og hann eyðist fljótt, sem títt er um flest mannanna verk. Það er einlæg ósk mín, að Rúnu í Barði megi sem lengst njóta við hér í skólanum. Frá henni leggur yl og hlýju um göng og stofur, er hún gengur um þau. Það verður tómlegt, eyðilegt, dapurlegt, er hún hverfur héðan af göngunum og þau missa nokkuð af þeim svip, sem lengi hefir einkennt þau og þeim verður ekki bætt, þá er Rúna í Barði hverfur þaðan með hina hljóðlátu iðju sína og sitt hæverska menning- arstarf.26 Ræður Sigurðar skólameistara sem til eru á prenti í skólaskýrslum og ritgerðasöfnum eru ljósasta vitnið um skólastjórnarlist hans. Par er að vísu hvergi nærri allar ræður hans að finna, en nógu mikið til að veita glöggva hugmynd um stefnu hans og aðferðir í skólastjórn. Ein af þessum ræðum heitir „Boðorðið mikla“. Það boðorð var að yrkja, ekki aðeins í bókmenntalegri né búfræðilegri merking orðsins, held- ur að yrkja hvern sinn hugarreit. Honum var mest í mun að gera hvern nemanda að ábyrgum drengskaparmanni, er nýtti sér sem framast hann mátti allar leiðir til þroska. Sjálfsagt hefur margt í þessum ræðum farið fyrir ofan garð og neðan hjá misþroskuðum nemendum. En svipmikill persónuleiki flytjandans og siðferðileg al- vara hafa haft sín áhrif og naumast fór hjá því að eitthvað af boð- skapnum seytlaði inn í hugi áheyrendanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.