Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 91

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 91
ANDVARI „ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN ' 89 Steinn Elliði vankast þegar hann gerir tilraun til þess að fyrirfara sér. Honum finnst hann vera í miklum mannfjölda á Leicester Square. Mergðin var svo afskapleg, bæði á torginu sjálfu og strætunum sem að því lágu, að sporvagnaumferð og bifreiða hafði stöðvast, en gamlar konur og börn tróðust undir í þúsundatali án þess nokkur gæfi því gaum eða hirti um að tína þessa veslínga saman og koma þeim undan. Hvað var á seiði? (Bls. 189) Þarna er verið að krossfesta Jesúm Krist og krossfestingin vekur athygli mannfjöldans en mannfjöldinn tekur ekki eftir konunum sem troðast und- ir. Draumur Steins Elliða er martröð en hún dregur upp táknræna mynd af stöðu gamalla kvenna og barna. Þegar Diljá segir Steini Elliða að ömmu hans þyki vænt um hann segir hann: „Iss, kellíngar!.“ (Bls. 260) Diljá finnst hún vera lítið mennskt barn alið upp meðal trölla. Konur eru smáar en karlmennirnir tröllvaxnir. Steinn Elliði velur að hafna samlífi við konur en lesandinn skynjar að það er vegna þess að hann getur ekki myndað tengsl við aðra. Steinn Elliði skríður í skjól hjá guði af því að hann getur hvorki elskað sjálfan sig né konur. Fyrirlitning Steins Elliða á konum dregur fram ágæti þeirra. Ekki getur farið fram hjá lesendum að miklir brestir eru í persónuleika hans en Diljá er heil í ást sinni. Andstæður þeirra eru konum í hag. Þó svo að Steinn Elliði hafni konum veit hann að án konunnar er ekkert sköpunar- verk og að konan er ekki aðeins móðir mannanna, heldur dýrlinganna, jafnvel Jesú Krists sjálfs. Skakkafall Halldór Laxness verður fyrir óvæntu skakkafalli sumarið áður en hann fer til munkanna í Saint Maurice de Clervaux. Dagar hjá múnkum kemur út 1987 og þar gerir Halldór loks grein fyrir líðan sinni. Heldur virðist hafa farið að skyggja í sál minni síðsumars af ýmsum ástæðum. Ég hafði þá orðið fyrir óvæntu skakkafalli, feingið bréf með fregn um að ég hefði gert stúlku barn í Rönne fyr um sumarið. Ég hafði áhyggjur af því að sá atburður yrði til að setja mér strik í reiknínginn. Barnsmóðir mín var íslensk, milli tvítugs og þrítugs, og hafði verið starfsstúlka hjá fólkinu þar sem ég var setugestur um skeið. Er barnið fæddist árið eftir reyndist það vera stúlka. Ég sá hana ekki fyr en eftir mörg ár. Lausaleiksbörn hafa ekki mikinn stuðníng í feðrum sínum annan en þann að það er borgað með börnunum. Móðirin fluttist síðar híngað til lands með barnið. Hún er enn á lífi, háöldruð. Dóttir mín er roskin kona í Reykjavík og heitir María. Ég hef altaf haft samband við hana og aldrei verið nein misklíð eða óþægindi þará- milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.