Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 176
174
GUNNARJÓHANNESÁRNASON
ANDVARI
töluvert ólíkum efnistökum. Par teflir hann saman tveimur mönnum með
algjörlega andstæðar lífsskoðanir. Annar þeirra, Páll Einarsson, hámennt-
aður og upplýstur heimsborgari, er þess fullviss að það sé með öllu merk-
ingarlaust að tala um hið góða og hið illa í tilverunni. Það er ekkert sem
gefur tilefni til að halda að maðurinn hafi einhverja sérstöðu í náttúrunni.
Lífverur dafna og hrörna, lifa og deyja, og það eina sem skiptir máli er að
komast af. I staðinn fyrir að tala um góða og vonda menn væri nær sanni
að tala um sterka og veika, þá sem komast af og þá sem verða undir. Ef
menningarhýðið væri flysjað burt og við „nálguðumst þann veg hjarta og
nýru mannverunnar, afhjúpuðum eðlishvatirnar, kæmi óðar í ljós siðleys-
inginn, villimennið, háður gráðugustu girndum sínum, ránhneigð, blóð-
þorsta, nautnavímu og tortímingarfýsn“. (bls. 39)6 Menningin fær litlu
betri umsögn og er hún kölluð „hjákátlegur hrærigrautur af slóttugri lævísi,
bleyðuskap og meðfæddu makræði manneskjunnar“. (bls. 39) Allt tal um
tilgang lífsins, og hið góða, þjónar engum öðrum tilgangi en að gera hinum
veikgeðja miskunnarleysi lífsins léttbærara. Við reynum að breiða yfir og
bæla niður eðlishvatirnar og telja okkur um leið trú um að við getum hafið
okkur yfir dýrið sem leynist innra með okkur.
Aðalsöguhetja bókarinnar, Grímur Elliðagrímur, getur náttúrlega ekki
sætt sig við svo grimmilega lífssýn. En hann getur heldur ekki hafnað henni
sem hverri annarri vitleysu. Hann sýnir fórnfýsi og hetjulund í læknisstarfi
sínu, en frammi fyrir farsótt, náttúruhamförum og hugsanlegri ótryggð eig-
inkonu sinnar, þeirrar manneskju sem hann leggur allt sitt traust á, er hann
þjakaður af efasemdum og á í miklu sálarstríði, sem að lokum brýtur niður
sálarheill hans. Grímur Elliðagrímur er þeirrar skoðunar að Páll Einarsson
hafi rangt fyrir sér, svo framarlega að til sé sál sem er „takmarkalaus í
hreinleika sínum“.7
Því á meðan til er þótt ekki sé nema ein manneskja sem hægt er að bera fullkomið
traust til, meðan maður þekkir þótt ekki sé nema eina sál, sem lætur efa manns og
undandrátt hverfa sem dögg fyrir sólu; á meðan einhver er til sem maður getur treyst
og trúað skilyrðislaust - . . . - á meðan höfum við engan rétt til að draga f efa að op-
in leið sé framundan og verið geti skynsamlegur tilgangur í tilverunni þrátt fyrir allt.
Það eitt út af fyrir sig er nægur tilgangur. Meðan svo er get ég horfzt í augu við allar
skelfingar, allar efasemdir, allt það sem á yfirborðinu kann að líta út sem gerræði og
tilgangsleysi, og reynt sem hingað til rólega og æðrulaust að fá það bezta sem unnt
er, út úr því lífi sem hefur orðið hlutskipti mitt. (bls. 203)
Eina manneskjan sem kemst nálægt því að uppfylla þessi ströngu skilyrði
er eiginkona Gríms. Af demónískri köllun reynir Páll að grafa undan þess-
ari trú. Sælir eru einfaldir, segir Páll, og á við að einungis þeir sem trúa í
blindni á aðra geta trúað og treyst skilyrðislaust. Páll sér enga ástæðu til að