Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 173

Andvari - 01.01.1992, Side 173
ANDVARl „PETTA LÍF VAR HANS" 171 Líta má á þennan kafla sem ótvíræða áskorun til lesandans að sjá söguna í heimspekilegu ljósi, eða í ljósi almennra lífsskoðana um manninn, líf hans, hlutverk hans og takmark. Frásögn sögumannsins og hugleiðingar hans um líf Benedikts beina lesandanum inn á slíka braut með því að skilja eftir sig slóð af sundurlausum þankabrotum. Sögumanni er gert upp visst skilningsleysi og lesandinn verður að tengja þankabrotin saman, þannig að heilleg merking fáist í aðventuför Benedikts. Benedikt sjálfur er rekinn áfram af innri hvöt og gerir sér ekki fulla grein fyrir ástæðum gerða sinna; hann hlýðir hjartanu. Sögumaður spáir í athafnir Benedikts og tilfinningar, og gerir tilraun til túlkunar. Lesandanum er gefinn kostur á að fullkomna túlkunina og þannig ljúka ætlunarverki Benedikts, í vissum skilningi; þegar merkingin er skýr er verkinu lokið. Að fá lesandann til að leggja það á sig að túlka för Benedikts og reyna að skilja líf hans, er aðferð höfundar til að vekja samkennd og samúð með köllun Benedikts. III Ef sögunni er ætlað að vera mórölsk dæmisaga, þá liggur boðskapurinn ekki í augum uppi. Það liggur beinast við að ganga út frá trúarlegum skír- skotunum. Umbúnaður sögunnar og titill benda sterklega til að sá siðferði- legi boðskapur sem hún geymir muni vera kristilegur. Til þess að draga saman boðskap sögunnar verður fyrst að tilgreina þau atriði sem þarf að byggja á. Ég hef þegar minnst á þá ábyrgð sem Benedikt bar á skepnunum og þá óbilandi hetjulund sem hann sýnir við björgun kindanna. Og svo hef- ur komið fram að eftirvænting, undirbúningur og þjónusta gegna sérstöku hlutverki. Seinna í sögunni kemur svo fram sú skoðun að ef lífinu sé rétt lifað þá feli það í sér fórn. Á vissan hátt eru allar skepnur fórnardýr. En - var ekki allt líf fórn? - væri því rétti- lega lifað. Er það ekki það sem er gátan? - að grómagnið kemur innan frá, er sjálfs- afneitun. Og að allt það líf sem er ekki fórn er rangsleitið og endar í eyðingu? (bls. 41) Ábyrgð, undirbúningur, eftirvænting, þjónusta, að láta gott af sér leiða, fórn, sjálfsafneitun, hetjulund - hvað tengir þessi atriði saman? Við getum reynt að nálgast svarið með því að byrja á spurningunni sem varpað er fram: hvað er líf mannsins, ef ekki . . .? í orðunum liggur að án þess væri líf hans einskis virði. Með aðventuför fær líf Benedikts nýtt gildi, því það stendur fyrir eitthvað annað og meira en hlutbundna tilveru sína. Það má orða þannig að líf hans hafi öðlast merkingu og hann hafi áunnið lífi sínu merkingu með þjónustunni, hetjudáðinni, o.s.frv. Hann helgar líf sitt ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.