Andvari - 01.01.1992, Page 88
86
GUÐBJÖRG PÓRISDÓTTIR
ANDVARI
um þessar sálarlausu kvenkindur sem láta brúka sig einsog dauðar skrúfur í þjóðfé-
lagsvélina. Hún uppgötvar brátt að hamíngja hjónabandsins er ekki fyllíng allra
vona, heldur uppgjöf allra vona, resignation, og án þessarar uppgjafar eingin ham-
íngja. Hjónabandið er skipbrot þar sem æfintýrafleyið er rekið uppí kletta, gjaldþrot
þar sem æskan á ekki lengur fyrir skuldum. Ekkert er tómlegra og dapurra en lángir
andvökudagar fyrsta hjónabandsársins, nema ef vera skyldi gröfin sjálf. (Bls. 68)
Jófríður veit að hún er aðeins húsgagn meðal húsgagnanna og þegar hún
sýnir vinkonum sínum heimili sitt er henni svipað innanbrjósts og hún væri
að sýna þeim grafhvelfinguna sína þar sem lík hennar á að bíða dómsdags.
Henni leiðist andrúmsloft smábæjarins þar sem aldrei má tala öðruvísi en
undir rós af ótta við að hneykslissögurnar tapi sæta fína keimnum. Jófríður
er kona sem ekkert á milli himins og jarðar getur hneykslað. En þó svo að
hún finni sig ekki í þessum hræsnisfulla og skáldlega ófögnuði nítjánduald-
arkvennanna heima þá er einveran á Ítalíu síst betri. Enginn elskar hana
nema dauðinn sem læðist í kringum hana dag og nótt einsog andstyggilegur
hórkarl. En hvers vegna giftist hún þá Grímúlfi ef enginn elskar hana nema
dauðinn? Hún stígur þetta örlagaþrungna spor inn í hjónabandið í and-
varaleysi æskunnar. En maðurinn sem hún giftist var aldrei sá sem hún sá í
draumum sínum, aldrei sá sem hún vænti. Hann átti aðra brúði, athafnalíf-
ið, og hennar kröfur metur hann framar öllu. Innra líf Jófríðar krefst ann-
ars og meira en allsnægtalífið býður upp á. Hún þráir að vera elskuð en
Grímúlf skortir hæfileikann til þess að elska og Jófríður tærist upp.
Bók Halldórs Laxness, Úngur eg var, kemur út hálfri öld eftir að hann
skrifar Vefarann. Þar segir hann frá Svölu, dóttur Einars Benediktssonar:
Ekki allaungu síðar spurðist að stúlkan væri komin á berklahæli. Líklegt að hún hafi
aldrei borið sitt bar, en hvarf til Amriku. Þar lést hún úr berklaveiki í blóma lífs síns
og hét Mrs Muir. (10, bls. 98)
Margt í lýsingum Halldórs á Svölu minnir mjög á Jófríði. Hann tekur einn-
ig fram að hún hafi vitað margt betur en hann, að minnsta kosti um tónlist
og bókmenntir. Hann ber virðingu fyrir Svölu og leynir því ekki og hún á
samúð hans alla eins og Jófríður.
Jófríði skortir ást. Hún elskar ekki Grímúlf föður Steins og hún hellir sér
yfir soninn.
En með fæðíngu Steins rann upp ný sól í lífi mínu. Tilfinníngar vöknuðu sem mig
hafði síst órað fyrir að leynst gætu í brjósti mér; ég gleymdi sjálfri mér í móðurgleð-
inni, endurfæddist.
Ég elskaði barnið mitt alveg einsog skepna fyrst í stað, síðan einsog skurðgoða-
dýrkari. Ég ásetti mér að lifa fyrir dreinginn. (BIs. 71)
Hún leitar að karlmanni og félaga í syni sínum. Áður en Steinn yfirgefur