Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 145

Andvari - 01.01.1992, Side 145
ANDVARI AFREK í ÍSLENSKUM MENNTUM 143 á íslensku. Pví er við ljón leikfang að þreyta. Helgi hefir sigrast á þeim vanda af snilld, og sést varla á orðavali eða orðaröð að hann hafi þurft fyrir því að hafa. Hann hefir ekki reynt að stæla margslungna og blæbrigðaríka bragar- hætti grísku kórljóðanna, enda vandséð að það yrði íslenskum lesendum til yndisauka. Sama á við anapaista eða öfuga þríliði sem kórnum eru lagðir í munn. F>að myndi gerlegt, en hljómfallið hentar illa íslensku máli og kynni að verða rykkjótt. Þó orti Jónas „Nú er vetur úr bæ“ gullfallega undir þeim hætti. Þess í stað stuðlar Helgi ljóðlínur, mislangar eftir efni, og bregður fyrir sig tvíliðum og þríliðum, rísandi og hnígandi eftir atvikum, en alltaf hnökralaust svo unun er að lesa. Orð kórsins í Ieikriti Evrípídesar, Medeu, l. 1085-1120, eru gott dæmi um öfuga þríliði sem hann snýr með þessu móti. Það sér á þýðingum Helga að hann hefir í senn orðaforða og málsmekk meiri og betri en flestir menn aðrir. Þess nýtur hann í glímunni við grísku bragarhættina. Samtöl grískra harmleikja er að því leyti torvelt að þýða, m. a., að þau eru kynleg blanda upphafins og hátíðlegs málfars og hvers- dagslegs og blátt áfram orðalags. Með sjaldfengnum og torræðum orðum og óvenjulegri orðaröð ljá skáldin máli sínu hátíðleik sem sæmir goðsögu- legu efni og trúarathöfn, en jafnframt grípa þau iðulega til venjulegs alþýð- legs orðalags sem verður að vera þegar mönnum eru gerð upp orð og þeir skiptast á skoðunum. Illmögulegt er að þræða frumtextann að þessu leyti, en reynandi að gæða þýðinguna svipuðum heildarblæ. Það hefir Helga tek- ist betur en öðrum íslendingum sem reynt hafa, og að öllu samanlögðu all- vel. Hátíðleikablærinn kynni að vera fullsterkur, en hér er um smekks- atriði að ræða sem erfitt er að leggja á hlutlægan mælikvarða. Grísku skáldin eru auk þess hvert öðru ólík að þessu leyti. Mestar eru öfgarnar hjá Evrípídesi í þessu sem öðru. Að vísu jafnast hann hvergi nærri á við Ais- khýlos að torgætu orðavali, en þeim mun meira er um óvenjulega orðaröð og fleygun orðasambanda, og aftur á móti meira um hversdagslegt orðalag og orðaval þegar svo ber undir. VIII Þýðing og frumrit verða aldrei jafngild. Þýðandi er að sínu leyti sjálfstæður listamaður og á kröfu á að verk hans sé dæmt með það í huga. Að segja að verk hans sé öðruvísi en fyrirmyndin er ekki hnjóð, heldur til þess sagt að vekja athygli á vissum eiginleikum fyrirmyndarinnar. Helgi er yfirleitt markviss í orðavali og laginn að velja orð sem vekja hugrenningar og kenndir sem hæfa skáldlegu efni. Orðaforðinn er óhemju-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.