Andvari - 01.01.1992, Page 98
96
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Með öðrum orðum er tilgangur minn örlítil hugmyndafræðileg athugun:
Um hvað snýst verkið þegar grannt er skoðað, er unnt að greina þar eitt-
hvað sem kalla mætti lífsviðhorf?
Séra Jón á sér tvo andstæða póla í sögunni. Annars vegar er hinn garnli
vinur hans Godman Sýngmann en hins vegar samfélagið sem hann þjónar.
Fjallrœðan
í bókinni Seiseijú mikil ósköp, sem kom út 1977, segir Halldór á einum
stað: „Ég hef oft reynt í bókum mínum að búa til fólk einsog í Fjallræðunni
og Ólafur Kárason Ljósvíkíngur er einn af þeim.“ (Bls. 79-80) Það er eftir-
tektarvert að skáldið segist oft hafa reynt að búa til fólk eins og í Fjallræð-
unni. En nefnir þó aðeins eina sögupersónu.
Lesandi Kristnihaldsins hlýtur að sjá tengslin milli þessa fólks í Fjallræð-
unni og séra Jóns Prímusar á augabragði. Maður sem sífellt er að tala um
akursins liljugrös og fugla himinsins, sem sífellt er að benda til náttúrunnar
og iðkar þann áhyggjulausa en ábyrga lífsstíl sem tekur mið af þeim skepn-
um sem vinna hvorki né spinna, er holdi klædd persóna beint úr Fjallræð-
unni þar sem talað er um sælu hinna fátæku, miskunnsömu og hógværu.5
Orð eins og akursins liljugrös eða fuglar himinsins eru úr biblíumáli en
ekki hversdagslegu tungutaki fólks og eru því bein skírskotun til Fjallræð-
unnar. Umbi bókar í kompu sína þessi orð: „Hann (séra Jón) er einn af
þeim fáu mönnum í heiminum sem eru svo ríkir að þeir hafa efni á að vera
fátækir“ (bls. 302).6 Hvers eðlis er sú auðlegð? Tilvitnanir séra Jóns til
Fjallræðunnar og fimmtugasta Davíðssálms, þar sem einnig er minnst á
„akursins liljugrös“ (bls. 219),7 fela í sér samkennd með náttúrunni, í stuttu
máli eins konar náttúrudulhyggju.
Vissulega nær Halldór markmiði sínu í persónu Ólafs Kárasonar vegna
þess að hann er einnig sá sem líður fyrir réttlætis sakir, við hann eiga þessi
orð Fjallræðunnar: Sælir. . . eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlæt-
inu. I Heimsljósi er þjáning hins réttláta meginþemað. I Kristnihaldinu
hefur skáldið farið aðra leið. Hér er það enn sem fyrr hinn réttláti sem
málið snýst um. En sögupersónan er þó ekki kvalin af sjúkdómum eða
sambúð við sjúka konu hvað þá bundin aftan í hross og síðan hæddur og
barinn fyrir hinum veraldlegu yfirvöldum. Hér er maður sem situr og horf-
ir á brambolt heimsins með kaldhæðnislegu glotti. Það er að segja þegar
hann á stund aflögu frá þjónustu við fólk og skepnur. Hér er maður sköp-
unarverksins og maður þjónustunnar, maðurinn sem hefur í jafnvægi það