Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Síða 158

Andvari - 01.01.1992, Síða 158
156 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI leikvöll. og spillingin gerir baráttuna svo illkynjaða og úrslitalausa sem hún er. Á slíkri öld var enga samninga hægt að gera, engum heitorðum óhætt að treysta.. . En mitt í þessari illu ólgu sjáum vér sagnaritunina, og oss finnst hún jafnundarlegt fyrir- brigði og ef vér sæjum lygnan bergvatnsál mitt í freyðandi jökulelfi. Skýringuna finnur Nordal í trúarskiptunum, sigri kristinnar lífsskoðunar yfir hinni heiðnu. Þær voru allt of ólíkar til þess að þær gætu til lengdar þrifizt saman eða önnur komið smátt og smátt í hinnar stað. Milli þeirra hlaut að verða siðferðislaust skeið, þar sem gamli siðurinn var í dauðateygjunum og sá nýi enn í reifum. íslendingar á Sturlunga- öld höfðu lært að virða hinar heiðnu manndyggðir að vettugi: þeir þekktu vald sem gat gefið þeim lausn fyrir eiðrof og níðingsverk. En hinar kristnu dyggðir voru enn ekki komnar í hið auða skarð. Þeir höfðu sleppt öllum hinum fornu hömlurn á ástum karla og kvenna. Kirkjan hafði kennt þeim, að lausung væri syndsamleg, en af því að kenningin var ntagnlaus, varð hún ekki til annars en minna menn á syndirnar og krydda þær með gælismekk forboðinna ávaxta. Pessi túlkun er auðvitað langsótt. Þó tekur Einar Ólafur undir hana að nokkru leyti:24 . . . allt síðan kristni kom í land, hlaut að vera barátta í hugum margra manna milli hennar og heiðinnar siðaskoðunar. Þegar nokkuð reyndi á, mundi siðferðislegt jafn- vægisleysi koma í Ijós, menn höfðu nokkuð af hvorutveggja og brutu móti því á víxl. Petta eru skýringar á siðleysi í sjöttu til tíundu kynslóð frá kristnitöku, og þá held ég trúarskiptin séu orðin allt of fjarlæg til að við fáum fest hendur á afleiðingum þeirra. Við sjáum kannski andstæður ólíkra siðaboða. En and- stæður klerklegs og veraldlegs siðferðis voru nú víða til í kristnum löndum og þurfti ekki heiðinn arf til. Islendingar höfðu tekið kristna trú á því tíma- bili þegar afar ribbaldaleg hermannamenning setti svip á forustulönd kristninnar, jafnvel á forustu kirkjunnar sjálfrar svo að páfastóllinn suður í Róm var sannkristnum hugsjónamönnum uppspretta sífelldrar hneykslun- ar. Síðan komu upp voldugar siðbótarhreyfingar, hver með sínu móti; ein er kennd við klaustrið í Cluny, önnur við klaustrið í Citeaux eða heilagan Bernharð, enn önnur við heilagan Frans frá Assisi og förumunkareglu hans, og áfram mætti telja. Það þarf ekki að leita út fyrir kirkju eða kristni til að finna árekstra mismunandi lífsskoðana og skarpar andstæður eldri og yngri hugsunarháttar. Og svo er ekki heldur svo auðvelt, þegar sjálfum ófriðnum sleppir, að gera skörp skil milli siðferðis - eða siðleysis - Surlungaaldar og aldanna á undan og eftir. Við vitum að vísu meira um Sturlungaöld og finnum þá fleiri skýr dæmi um hvað eina, bæði dyggðir og lesti. Einar Ól. Sveinsson rekur þetta skilmerkilega, löst fyrir löst. T.d. sýknar hann Sturlungaöld af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.