Draupnir - 21.06.1891, Side 20
16
vakti innilegustu undrun mína. Jeg gleymdi óein-
drægninni milli okkar, er jeg sá hinn aðdáanlega
dugnað, er hann sýndi. Hjarta, hug og sál hafði
hann helgað stöðu BÍnni, og heppni hans sam-
svaraði því, er hann hafði orðið að leggja í söl-
urnar, til að ávinna sjer hina ágætu þekking, sem
hann hafði. Bn áður en jeg var búinn að dvelja
eina klukkustund í sjúkraherberginu, sá jeg, að
haróninn hafði hina gagnstæðilegustu eiginlegleika.
|>að var auðsjáanlegt, að hann eingöngu með hug-
viti sínu hafði komizt svona hátt, og að hann í
fyllsta mæli vantaði þá mannúð, sem snemma byrj-
uð menntan og gott uppeldi einungis getur veitt.
Hann var uppstökkur og bráðlyndur, og skipaði, en
bað ekki, þá er hann átti við aðra en sjúklingana.
Hann skeytti ekkert um tilfinningar jafningja sinna,
og samræður hans við þá voru öllu héldur hroða-
legar en mannúðlegar eða kurteisar. þá er hann
gekk í gegn um sjúkrastofuna, kom hann til eins
manns, sem var veikur í fætinum. Hann leysti
umbúðirnar af, og spurði, hvaða klaufi hefði látið
þær svo óhöndulega, jafnvel þótt hann vel vissi,
að klaufinn var undirlæknirinn, sem stóð við hlið
hans. Annar læknir á sjúkrahúsinu hafði í sjald-
gæfu sjúkdómstilfelli ráðlagt einhverja sjerstaka
meðferð. Um þennan mann, sem var samverka-
maður hans, talaði hanu sem barn, sem fyrst ætti
að læra stafróf Iæknisfræðinnar, og sagði, að ef
hann fyrir 20 árum hefði ráðlagt þetta úrelta efni,
mundi hann hafa verið hafður að athlægi. Hversu
óumræðilega mikið hefir þessi maður hlotið að um-
breytast, síðan H. . . kvaddi hann sem virðulegan