Draupnir - 21.06.1891, Page 84
80
mitt. Jeg skal ganga ykkur í föðurstað, veslings-
börn!«
Jeg skundaði sem fætur toguðu að hreysi því,
sem litla stúlkan hafði bent mjer á, að væri kofi
afa síns. Dyrnar stóðu opnar. Jeg gægðist inn í
hreysið, sem var mjög fátæklegt. Litla stúlkan
mín stóð með spenntar greipar frammi fyrir göml-
Um gráhærðum manni, sem sat með bók og var
að hlýða henni yfir. j?aó var guðspjallið um ríka
manninn og Lazarus. »Bn, afi?« sagði hún spyrj-
andi: »Komast þá engir ríkir menn inn í himna-
ríki ?» »Jú, barnið gott!» sagði hann. »jþeir, sem
eru góðir«. »|>á kemst líka þangað herrann, sem
gaf okkur peningana og hveitibrauðið?« Jeg mun
hafa gjört eitthvað vart við mig, því að hún snöri
sjer allt í einu fram til dyranna. Jeg gekk inn.
»þarna er hann ! þetta er hann !« hrópaði hún, og
hljóp til mín og kyssti hendur mínar. Gamli mað-
urinn stóð upp og ætlaði að gjöra hið sama, en
jeg hindraði hann og sagði: »þ>jer kennið sjálfir
börnunum ?« »Jeg gjöri það eins vel og jeg get«,
sagði hann. »Jeg hefi ekki efni á að láta hana
ganga í skóla, og get heldur ekki misst hana frá
drengnum þarna«. Hann benti mjer á stóran trje-
kassa með þunnum og ljelegum koddum í og grófri
rekkjuvoð. Drengurinn lá þar og svaf vært með
hálfa kringlu í hendinni, sem sýndi, að hann hafði
ekki sofnað hungraður. Jeg bað þá gamla mann-
inn að segja mjer æfisögu sína og um sitt núver-
anda ástand, og hann sagði mjer nokkuð sundur-
laust það, sem eptir fylgir.
»1 þessu koti«, sagði hann, »bjó faðir minn á