Draupnir - 21.06.1891, Síða 119
115
fræðingur, fjekk sýsluna, og fjekk Jóhannes bróðir
hans umboðið fyrir meðmæli sýslumanns.
Svo stóð á, að Jón gamli sat brúðkaupsveizlu
við hliðina á sýslumanni, er hann frjetti þetta, og
hnykkti honum svo mjög við, að hann hætti að
matast. Sýslumaður mælti brosandi:
»Hvort smakka yður nú ekki eins vel ímynduðu
krásirnar og forðum, Jón minn ?« Jón svaraði
engu. Veizlan endaði, án þess að nokkur íieiri
sviguryrði færi þeirra á milli. Sýslumaður var hinn
kátasti. I þessu hjeraði átti hann marga kunn-
ingja og vini frá æskuárum. Nú var hann orðinn
yfirmaður þeirra og naut virðingar af öllum, því
að hann var rjettlátt yfirvald, þótt hann væri í
meira lagi strangur og siðavandur. Bkki voru þau
Ólafur og Anna í veizlunni, og ekki hafði sýslu-
maður sjeð Onnu, frá því er hann kom.
Um kvöldið gekk hann einn um gólf í herbergi
sínu í þungum hugsunum. Loksins sagði hann
við sjálfan sig : »()lafur var miklu þurftugri fyrir
umboðið og engu síðurhæfur til þess en Jóhannes.
En Anna vildi ekki lægja seglin fyrir mjer. Jeg
læt heldur ekki undan«. En hvað sem þessu leið,
hafði þó Ólafur ekkert við umboðið að gjöra, því
að skömmu seinna tók hann sótt og andaðist. Bú
hans var mest skuldafje og var selt við opinbert
uppboð, og sendi sýslumaður trúnaðarmann sinn
til að gegna þeim starfa í forföllum sínum. Ekkj-
au, setn þá var rúmlega þrítug, fór til föður síns
með eitt barn, er hún átti eptir á lífi. Móðir
hennar var dáin fyrir skömmu. Sýslumaður var
8*