Menntamál - 01.12.1963, Síða 25
MENNTAMÁL
111
aukning stálframleiðslu, plastefna og fjölgun á bókmennta-
verðlaunum, en út yfir tekur að sjálfsögðu stigvaxandi
sprengiorka nútíma skotvopna í mörgum myndum.
Höfundur dregur þá ályktun af þessum staðreyndum og
öðrum áþekkum, að umtak vísindalegrar þekkingar og
tæknilegar framfarir tvöfaldist á 10 til 15 árum. Tölur þess-
ar eru tröllslegar, því að af þeim leiðir, að tæknilegar og
vísindalegar framfarir þúsundfaldist á 100 til 150 árum,
en milljónfaldist á 200—300 árum. Ef horft er um öxl, virð-
ast tölur þessar ekki fjarstæðar, en spurningar vakna, ef
horft er fram á leið: Hversu lengi má slíkur vöxtur haldast?
Hlýtur svo ofsalegur vöxtur tæknilegra framfara eigi að
taka illan enda?
Og leikmaðurinn mun hyggja: Þessar bollaleggingar yðar
fela það í sér, að mannleg þekking og mannlegur máttur
vaxi óendanlega. Hvernig ber að skilja slíkt? Og leikmað-
urinn hittir naglann á höfuðið og þröngvar okkur til að
viðurkenna, að spásagnir séu erfiðar sagnir, og ekki verði
glöggt séð fram í tímann nreð því einu að framlengja ein-
faldlega gefið línurit. Fyrr eða síðar dregur að eðlilegunr
mörkum ofgnægðarinnar eða mettunarinnar, og höfundur
telur ekki ósennilegt, að skilin liggi við árið 1960, þá fari
að draga úr vexti hinna sístækkandi þrepa eða skrefa í
framvindu vísinda og tækni, og að 50 árum liðnum verði
mettunar- eða ofgnægðarmörkunum náð. Slíkt muni senni-
lega gerast á fyrstu tugum næstu aldar.
Þá hefst kreppa, líkt og oft hefur gerzt áður í mannkyns-
sögunni, þar sem jafnvægis er leitað milli vísinda og tækni
annars vegar, en samfélagsháttanna hins vegar. Síðan gerir
hann grein fyrir þeim örlögum, er hann telur bíða Evrópu,
en hugsanleg kjarnorkustyrjöld myndi binda endi á menn-
inguna, því að „styrjöld sem hafin er með kjarnorkuvopn-
um hlýtur að enda með grjótkasti“, og kynni menning síð-
ar að hefjast að nýju á jafnsléttu.