Menntamál - 01.12.1963, Page 30
116
MENNTAMÁL
lffi manna en þekkzt hefur að þessu, liins vegar kunna að
finnast hliðstæð dæmi meðal félagsskordýranna.
Enn þætti mér forvitnilegt að heyra spásagnir um hegð-
un manna í framtíðinni, ef svo heldur fram sem nú horfir
um fjölgun manna á jörðinni. Það er auðsæ staðreynd, að
hegðun í einrúmi eða fámenni er frábrugðin hegðun í
fjölmenni. Ef fjöldi manna tvöfaldast, tífaldast eða tuttug-
faldast á jörðinni, þá hljóta félagstengsl, félagsskipan og
samfélagsleg hegðun að stórbreytast, og með því einnig lífs-
inntakið.
Þannig mætti lengi rekja forvitnilegar spurningar, sem
framtíðin ein mun raunar svara.
Ég hef orðið þess var, að ýmsum þykir mynd sú skugga-
leg, er Rousseau dregur upp af framtíð manna og jarðar.
En það er ekki réttur skilningur á viðhorfum hans, að
hann sé svartsýnn, og má þó vera, að um sé að kenna úrvali
mínu og framsetningu. Þvert á móti er Rousseau bjart-
sýnn og raunsær. Hann er drengilegur í hugsun og frjáls af
allri smámannlegri tilfinningasemi, en hvarvetna kennir
lesandinn þess, að hann elskar bæði himin og jörð.
Svo sem eðlisfræðin og líffræðin skipa ferlum lifandi
efnis og dauðs eftir meginlögmálum, svo hlítir mannlífið
einnig sínum lögmálum. Eitt þeirra er öllum hlustendum
kunnugt, ef vaxnir eru úr grasi, og hljóðar svo: Enginn
veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Og að því er varð-
ar lífsinntak einstaklingsins sjálfs, væri ef til vill sönnu
nær að orða lögmálið eitthvað á þessa leið: Enginn veit
hvað hann getur eignazt, fyrr en hann hefur gefið það eða
séð því á bak. Því að ekki skiptir máli að komast yfir, held-
ur að eiga.
Hlustendur kunna að hafa veitt því athygli, að Rousseau
lætur þess stundum getið, að vendingar hans séu ekki bók-
menntaleg stílbrögð. Slíkt vekur nokkrar grunsemdir um,
að honum muni tamt og létt að beita þeim, ef til kærni.
Og ef til vill leynast öðrunr þræði óvitandi stílbrögð í lýs-