Menntamál - 01.12.1963, Síða 55
MENNTAMÁL
141
Þegar ég hef kvatt mér hljóðs um þessi mál, hefur andað
fremur köldu til mín frá vissum mönnum í kennarastétt-
inni, eða þá að þagað hefur verið þunnu hljóði. Þetta er
aðeins staðreynd.
Ég flutti erindi í Kennarafélagi Þingeyinga fyrir nokkr-
um árum. Síðan liirtist það í „Menntamálum“, það hið
sama er áður var nefnt. En vegna vangæzlu minnar var
þess ekki getið, hvernig ritgerð þessi var til komin. Ég
nefndi hana „Er nokkuð að?“ Þar kvað að nokkru leyti við
annan tón en hjá leiðtogum okkar í kennarastétt yfirleitt.
Ég gekk þess heldur ekki dulinn, að margt þar mundi orka
tvímælis í okkar hópi (kennara). Viðbrögð sumra sýslunga
minna á nefndum fundi voru slík, að líkast var sem þarna
væri einhver vargur í véum. Að vísu gagnrýndi ég nokkuð
skólakerfið og kennarastéttina. Og gagnrýnin var í þeim
tilgangi gerð að vekja athygli á ýmsu því, er ég taldi mið-
ur fara, í von um, að úr einhverju mætti bæta. En er það
nokkur goðgá? Ekki værum við vel á vegi staddir, ef við
teldum allt gott eins og það er. í því gæti lalizt mikil hætta.
Vegna orða F. B., er ég nefndi, vil ég leyfa mér að benda
á, að ýmislegt í ritgerð minni er á þá lund, að kennarar
mega taka sér það til tekna heldur en hitt, — ef þeir vilja
eitthvað með það gera. Ef vegið væri það, sem teljast mætti
neikvætt og jákvætt í ummælum um kennara, álít ég, að
þeir fengju hagkvæma niðurstöðu. Reyndar er fremur
ófýsilegt að ræða þetta hér, en ég tel mig tilneyddan vegna
unnnæla F. B.
Ég leyfi mér að skírskota til nokkurra setninga í ritgerð
minni í „Menntamálum". „Ég álít, að í hópi kennara séu
margir ágætir liðsmenn, vafasamt að aðrar stéttir séu bet-
ur mannaðar í landi voru en hún“. (Bls. 206). „Margir úr-
vals menn og konur“. (Bls. 208). „Og þó gera kennarar sitt
bezta“. (Bls. 213). „Ég álít, að kennarar vinni störf sín vel
og samvizkusamlega". (Bls. 216).
Þó virðast sumir kennarar hafa orðið bæði hryggir og