Menntamál - 01.12.1963, Page 64
150
MENNTAMÁL
mun ósannað og skal heldur ekki sagt hér, en þau skort.ir
samt nokkuð a£ því sem málkennd þjóðarinnar hefur skil-
ið við orðið Ijóð. Þau vantar þá eiginleika að vera auðlærð
og gefa sjálf til kynna um flestar þær afbakanir, sem þau
kynnu að verða fyrir, og er hvorutveggja eiginleikinn verð-
mætur til málgeymdar og því dýrmætur allra helzt með
þeirri þjóð, sem á sér enga slíka sönnun fyrir rétti sínum
til sjálfstæðis og fyrir þjóðgildi sínu sem tungumál sitt og
þann trúmennskuvott, að hafa í nærfellt 1100 ár alið hverja
einustu kynslóð svo vel upp, að hún mætti hafa not af
nokkurn veginn sérhverri bókfestri hugsun þeirra manna,
sem á undan henni ólu aldur sinn á sama landi og þeim
löndum öðrum, er fluttu norræna tungu lítið klofna í mál-
lýzkur eða afleiddar tungur.
Ennfremur er það þroskavænlegra og öruggara, einkum
ungum mönnum og framgjörnum, að meta framsetningu
sína við langreyndar reglur og kerfi en eiga allt undir eig-
in smekk og honum misjafnlega næmum.
Það er viðurkennt, að efni og framsetningarháttur þurfi
að eiga saman og ennfremur að þetta tvennt þurfi, — ef til
nytja skal verða — að hæfa viðtakendum. Því mátti svo
fara, að nýir tímar og nýir lesendur krefðust lausara forms
en ljóð leyfa, þótt ekki sjáist það á sölu „atóml jóða1',1) en
það ritform, sem þá yrði upptekið skyldi — ef til kæmi,
heita annað en 1 jóð á sama hátt og Skugga-Sveinn taldist
hvorki ljóð né saga og ekki heldur ritgerð. Slík verk heita
leikrit.
Þessum málum er hreyft hér sökum þess að ljóð eru dýr-
asta djásn málsins, en eru að komast í óálit. Þeir menn, sem
nú stunda ljóðagerð, þótt vanda reyni, að minnsta kosti ef
um nýja höfunda er að ræða og lítt kennda, fá varla kaup-
1) Hvað er um sölu annarra ljóða á vertíðinni? Fyrirspurn rit-
stjórans.